Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 38
Var því B dæmd til þess að greiða þrotabúinu kr. 4.397.453,00 með vöxtum frá þeim tíma, sem gjöfin fór fram, þ.e. frá 28. maí 1984. Jafnframt má benda á dóm í Nordisk domsamling 4. hefti 1986, bls. 484 (UFR. 1986, bls. 89). Þar voru málavextir þeir, að þau A og B, sem gengu í hjónaband árið 1967, ákváðu að skilja á árinu 1980. A hafði á árinu 1979 hafið rekstur fyrirtækis, og auk þess áttu þau fasteign og ýmsar aðrar eignir, en á þeim hvíldu einnig umtalsverðar skuldir. 1 samkomulagi um skilnaðarkjör fékk konan B í sinn hlut fast- eign þeirra, en talið var að nettó-staðgreiðsluandvirði hennar væri u.þ.b. D.kr. 136.000,00. Maðurinn skuldbatt sig að auki til þess að greiða ákveðnar skuldir við banka, D, en skuldir þessar voru tryggðar með veði í fasteigninni, en á móti samþykkti B að falla frá kröfum um lífeyri sér til handa. Bú A var tekið til gj aldþrota- skipta skömmu síðar, og hafði þrotabúið uppi kröfu um riftun gjafar, sem það taldi felast í samkomulaginu um skilnaðarkjör. í dómi var talið, að við búskiptin vegna skilnaðarins hefði hall- að á A við að B fékk í sinn hlut umrædda fasteign, og yrði að líta á það sem gjöf í skilningi 1. mgr. 64. gr. dönsku gjaldþrota- laganna (sbr. 1. mgr. 51. gr. ísl. gjaldþrotalaganna). Rökstuðn- ingur niðurstöðunnar í dómi Vestre landsrets er svohljóðandi: „Efter bevisforelsen má det lægges til grund, at sagsogte og dennes ægtefælle var klar over, at der ved bodelingen i forbindelse med skilsmissen, uanset at sagsogte gav afkald pá hustrubidrag, skete en skævdeling til fordel for sagsogte, ved at hun overtog den faste ejendom, som pá daværende tidspunkt havde en kon- tant friværdi pá ca. 136.000 kr. Ved den herved foretagne be- tydelige formindskelse af M’s aktiver findes der i forhold til dennes kreditorer at være ydet en gave, der falder uden for rammerne af konkurslovens 64, stk. 3. Da gavemomentet i det væsentligste bestod i ejendomsoverdragelsen, og da denne over- dragelse, forst har opnáet beskyttelse mod M’s kreditorer ved tinglysningen den 27. februar 1981, samt da fristdagen er den 23. juli s.á. findes dispositionen at være omstodelig efter konkurs- lovens 64, stk. l.“ Síðar í grein þessari verður vikið að dómi þessum í öðru sambandi. 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.