Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 41
með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 54. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978“. Minnihluti Hæstaréttar (2 dómarar) taldi, að sýkna bæri H, þai* sem greiðslan væri ekki frábrugðin því, sem tíðkast í viðskiptum. Var bent á, að ekki væri fram komið, að H hefði verið Ijóst eða mátt vera ljóst, að V biði greiðslustöðvun eða gjaldþrot. Væri greiðslan því „venjuleg eftir atvikum“ og rift- unarheimild ekki fyrir hendi. 4.2. ÓVENJULEGUR GREIÐSLUEYRIR. Það er eitt af hinum sjálfstæðu skilyrðum 54. gr., að greiðsla skuld- ar sé riftanleg ef hún fer fram með óvenjulegum greiðslueyri. Það þarf því að leita svara við því, hvað sé óvenjulegur greiðslueyrir í skilningi ákvæðisins. Það má strax slá því föstu, að sá greiðslueyrir, sem aðiljar höfðu í upphafi lagt til grundvallar að notaður yrði, sé venjulegur greiðslu- eyrir. Þetta byggist á því, að skuldarinn á rétt á því að inna skyldur sínar af hendi með þeim greiðslueyri, sem upphaflega var samið um, og kröfuhafi getur ekki synjað því að taka á móti slíkri greiðslu sem fullum efndum af hálfu skuldara. Kröfuhafinn getur hins vegar neitað að taka við annarri greiðslu en upphaflega var um samið. Skuldari get- ur þannig ekki efnt kröfu, sem er um greiðslu í peningum, með því að afhenda t.d. saltfisk, bifreið eða loftpressu til kröfuhafans, jafnvel þótt óumdeilt væri að markaðsverð þessara lausafjármuna væri hið sama og heildarfjárhæð skuldarinnar. Ef kröfuhafinn samþykkir hins vegar að fella kröfu sína niður, þótt skuldari greiði með öðrum gi’eiðslueyri en upphaflega var um samið, er skuldarinn búinn að efna skyldur sín- ar. Þetta er reglan um „datio in solutum“, þ.e. þegar greiðsla, sem ekki er rétt greiðsla samkvæmt samningi, veldur samt sem áður brottfalli kröfu vegna samþykkis kröfuhafa.16) Það er í slíkum tilvikum, sem oftast má ætla að riftunai’regla 54. gr. gjaldþrotalaga eigi við, enda eru almenn rök til að líta svo á, að samþykki kröfuhafa sé einmitt til kom- ið vegna þess, að honum er ljóst, að hann fær ekki hina umsömdu greiðslu frá skuldaranum vegna fjárhagserfiðleika hans. Það verður þó að taka það fram hér, að peningar og peningaávísanir myndu að jafnaði teljast venjulegur greiðslueyrir, enda þótt samið hefði upphaflega verið um annan greiðslueyri. Þetta byggist á því, að 16) Sjá t.d. Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 361 og áfr., og Gertrud Lennander: Áter- vinning i konkurs, bls. 200 og áfr. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.