Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 54
að gera riftunarkröfu. 1 upphafi fer skiptaráðandi eða bústjóri til bráðabirgða með bústjórn. Talið er að til þess að mögulegt sé að gera riftunarkröfu þurfi bústjórinn að vita um þau atvik sem riftun byggist á, hverjum krafa á að beinast gegn svo og dvalar- stað hans. Ef sjá má þessi atriði af skjölum búsins telst frest- ur byrja strax að líða“. Það virðist sem sé á því byggt, að fresturinn byrji að líða þegar hin- ar tilgreindu upplýsingar og skjöl, sem sjá má þær af, eru í vörslum þess sem fer með bú. Nákvæmlega sömu viðhorf má finna í riti Mogens Munch, Konkursloven, bls. 502—504. Samkvæmt þessu á fresturinn hugsanlega að geta byrjað að líða strax við uppkvaðningu úrskurðar um skiptin. Um þetta hefur gengið dómur, sbr. HRD LV (1984), bls. 1117, og útilokar sá dómur alls ekki þennan skilning, en af dómnum verður hins vegar ekki séð, hvort þessi skilningur er hinn eini rétti. Mér finnst ástæða til að efast mjög um þessa niðurstöðu. Mér virðist hún fara í bága við eðlilegustu skýringar á mikilvægum lögskýringar- gögnum og fara auk þess mjög á skjön við ýmsar aðrar reglur gjald- þrotalaga. Ef litið er til hliðstæðs ákvæðis í eldri lögum nr. 25/1929, þá hljóð- aði það svo: (30. gr.): „Mál þau, sem höfðuð eru til þess að rifta ráðstöfunum sam- kvæmt 19.—28. gr., skal sá fara með f.h. lánadrottna, sem til þess verður kjörinn á skiptafundi. Með mál þessi skal fara sem gesta- réttarmál og er varnarþing málsins heimili þrotamanns. Mál skal höfðað tafarlaust, þegar skiptafundur hefur tekið ákvörðun um það, og reka með hæfilegum hraða, svo það tefji ekki fyrir skipt- um búsins". Reglan var s.s. sú, að mál skyldi höfða tafarlaust eftir að skipta- fundur hafði tekið ákvörðun um málshöfðun. Upphafstímabilið var þannig tilgreint í eldri lögum. 1 greinargerð, sem fylgdi frumvarpi til gjaldþrotalaganna frá 1978, segir svo í athugasemdum með 68. gr.: „Til samanburðar við 68. gi’. er 30. gr. gjaldþrotaskiptalaganna frá 1929, en efnið er ekki hið sama, þar sem tiltekinn frestur er hér settur“. Frá þessu má gagnálykta svo, að upphafstímamarkið sé það sama, en eina breytingin sé sú, að nú hefur verið sett regla um ákveðinn frest. 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.