Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 64

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 64
Ávíð oíi dreif Reykjavík, 16. maí 1988 NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1990 Norrænt lögfræðingaþing verður haldið hér á landi dagana 22.-24. ágúst 1990. Slík þing hafa verið haldin tvívegis áður á íslandi, þ. e. 1960 og 1975. Umræðuefni verða allmörg á hinu fyrirhugaða þingi. Má vænta þess, að tvö viðfangsefni verði til umræðu á allsherjarfundum, líklega verða valin þrjú efni til meðferðar í umræðuhópum og að auki allt að 15, sem rædd verða á deildarfundur (sektions-fundum). Umræðuefnin verða endanlega valin á fundi fulltrúa stjórna allra landsdeildanna norrænu í nóvember n. k. á grundvelli tillagna frá hverri deild um sig. Stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna metur mikils að fá ábendingar og tillögur um umræðuefni á þinginu frá íslenskum lögfræðingum. Viðfangsefnin mega ekki vera einskorðuð við eitt norrænt land heldur þurfa þau að hafa almennt gildi fyrir norræna lögfræðiumræðu. Þess er óskað, að tillögum um umræðuefni verði komið á framfæri við frú Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardómara, dr. Gunnar Schram prófessor eða undirritaðan fyrir miðjan október n. k. Hið fyrirhugaða þinghald krefst mikils átaks. Leyfir stjórn íslandsdeildar- innar sér að vænta stuðnings íslenskra lögfræðinga, svo að þingið megi verða íslenskri lögfræðingastétt og landi til sóma. Með bestu kveðjum, vegna (slandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna Ármann Snævarr 4. NORRÆNA NÁMSRÁÐSTEFNAN UM RÉTTARFAR Dagana 12. og 13. maí s. I. var 4. norræna námsstefnan um réttarfar haldin í Bergen á vegum Norræna réttarfarsfélagsins. Umræðuefni voru tvö; varð- aði hið fyrra gerðardóma, en hið síðara opinbert réttarfar. Nánar tiltekið var fyrra efnið: Tillaga Uncitral að gerðardómslögum, en Uncitral er skammstöf- un fyrir United Nations Commission on International Trade Law. Nefndin gekk 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.