Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 54
Regla þessi er efnislega hin sama og enn eldra ákvæði um þetta atriði í 24. gr. erfðatilskipunar 25. september 1850, en það var svo- hlj óðandi: „Verði maður snögglega og hættulega veikur og vilji gera arf- leiðsluskrá, má víkja frá reglu þeirri, sem sett er í 23. gr., að arfleiðsluskrár skuli vera bréflegar. Arfleiðslan má þá fara fram munnlega, í viðurvist tveggja tilkvaddra votta, er séu svo að sér gervir, sem arfleiðsluvottar eiga að vera og tiltekið er í 23. gr.; þó skulu þeir menn tafarlaust skrásetja efni arfleiðslunnar, og rita nöfn sín undir .. . “ Við skýringu reglu 44. gr. EL ber að hafa í huga, að í 40. gr. lag- anna, sem er upphafsákvæði kafla laganna um form erfðaskráa, kem- ur sú meginregla fram, að erfðaskrá skuli vera skrifleg og að arfleið- andi skuli undirrita hana eða kannast við undirskrift sína fyrir notario publico eða tveimur vottum. Þessi fyrirmæli 40. gr. EL hafa þrátt fyrir orðanna hljóðan verið skýrð á þann veg, að nægjanlegt sé að arfleiðandi kannist við efni erfðaskrár fyrir umræddum vottum, ef hann er ekki fær um að undirrita hana, og þurfi því ekki undirskrift hans á erfðaskrá2, hvorki með hans eigin hendi né eftir handsaii. Þessi skýring á reglu 40. gr. EL hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á það, í hverjum mæli ástæða geti verið til að grípa til heimildar til munnlegrar arfleiðslu. Kemur þetta til af því, að þótt maður sé hættulega sjúkur og ófær um að undirrita erfðaskrá af þeim sökum, þá bjóðast aðrir og æskilegri möguleikar til arfleiðslu en að hún fari munnlega fram á grundvelli 44. gr. EL. Eftirfarandi dæmi úr danskri dómaframkvæmd skýrir þetta mun nánar: UfR 1927/834: Lögmaður nokkur í Þórshöfn í Færeyjum hafði verið berklasjúklingur um árabil, en fékk skyndilega lungnablæð- ingar. Hann kallaði notarii publici á sinn fund og skráði notarius arfleiðslu lögmannsins í notaríalbók samkvæmt fyrirsögn hans. Að því búnu var bókunin lesin upp og kannaðist lögmaðurinn við arfleiðslu sína, en var ófær um að undirrita hana. Ritaði notarius vottorð í bókina með venjulegum hætti, þar sem meðal annars 2 Sbr. Ármann Snævarr, Fyrirlestrar í íslenzkum erfðarétti, bls. 242—243. Má einnig vísa um þetta til þeirra ummæla í greinargerð með frumvarpi, sem varð að EL 1962, að regla 40. gr. sé „sama efnis og 24. gr. erfðalaga 1949“, en þar sagði: „Erfðaskrá skal vera skrifleg og arfleiðandi sjálfur undirrita hana eða viðurkenna efni hennar fyrir notario publico, eða tveimur vottum." 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.