Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 62
Frá Lögfræðingafélagi Islamls AÐALFUNDUR 1987 Ár 1987, þriðjudaginn 27. október kl. 20.00, var haldinn aðalfundur Lögfræð- ingafélags (slands í stofu 101 í Lögbergi. 1. Formaður félagsins, Eiríkur Tómasson hri. setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna. Formaðurinn bar upp tillögu um Jónatan Þórmundsson sem fundarstjóra og Guðnýju Björnsdóttur fundarritara. Tillagan var sam- þykkt. 2. Fundarstjóri tók við fundarstjórn og gaf hann stðan formanni félagsins orðið fyrir skýrslu stjórnar. Formaður gerði fyrst grein fyrir fundum sem haldnir voru á starfsárinu. Fram kom að bókaðir félagsmenn á fundun- um að einum undanskildum voru 352 eða 44 að meðaltali á fundi. Þá greindi formaður frá málþingi félagsins árið 1987 sem haldið var á Hótel örk í Hveragerði. Málþingsefni var „Hlutafélög á umbrotatlmum“, mál- þingsgestir 110 talsins. Þá kom fram I máli formanns að stjórnarfundir á árinu voru 10 talsins og auk þess var mikið starf unnið utan fundanna, m.a. af nefnd sem undirbjó málþingið undir forystu Valgeirs Pálssonar. Þá vék formaður að endurskipulagningu á fjármálum Tímarits lögfræð- inga og greindi frá ákvörðun stjórnar í samráði við ritstjóra tímaritsins, að ráða Finn Torfa Hjörleifsson sem ritstjórnarfulltrúa að tímaritinu. Þá sagði formaður frá umfjöllun stjórnarinnar hvað varðar þátttöku Lög- fræðingafélagsins I Bandalagi háskólamanna og fyrirhugaðri ráðstefnu um framtlð laganáms hér á landi. 3. Framlagning endurskoðaðra reikninga. Gjaldkeri félagsins, Jón Finnbjörnsson, skýrði ársreikninga félagsins. 4. Fjármál Tímarits lögfræðinga. Framkvæmdastjóri tímaritsins, Guðrún Margrét Árnadóttir, gerði grein fyrir stöðu Tímaritsins. Reikningsyfirlit lágu frammi, en samkvæmt yfirliti fyrir 1987 er tímaritið réttu megin við strikið. 5. Fundarstjóri gaf orðið laust fyrir umræður um skýrslu stjórnar og reikn- inga. Jónas Haraldsson hrl. spurðist fyrir um kostnaðarliðinn „veitingar á stiórnarfundum". Gjaldkeri, Jón Finnbjörnsson, skýrði nánar þennan gjaldalið. 6. Atkvæðagreiðsla um reikninga. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. 260

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.