Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 11
nefndin tekið við kærum frá einstaklingum á hendur aðildarríkjum um mann- réttindabrot. Hinn 22. ágúst 1979 afhenti ísland fullgildingarskjöl að framan- greindum tveimur samningum samkvæmt heimild Alþingis í þingsályktun 8. maí 1979, sbr. auglýsingu nr. 10, 28. apríl 1979.3 Þá hefur ísland gerst aðili að fjölmörgum mannréttindasamningum öðrum á sviði Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar, en ekki gefst þess kostur að gera nánari grein fyrir þeim samningum hér. Hér á eftir beinist athyglin einungis að Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950 (MSE) og Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 (ASBS) ogstöðu þeirra þjóðréttarsamninga í íslenskum landsrétti. Margt af því, sem vikið verður að, getur einnig átt við um aðra mannréttindasáttmála, sem Island er aðili að, en þó í mismunandi ríkum mæli. 3. MANNRÉTTINDASÁTTMÁLI EVRÓPU Um Mannréttindasáttmála Evrópu og stofnanir hans hefur verið allnokkuð ritað á íslensku.4 Hér verður ekki fjallað um efnisákvæði sáttmálans, þ.e. um hin eiginlegu mannréttindaákvæði hans, heldur einungis um þau úrræði sáttmálans, sem ætlað er að treysta framkvæmd mannréttinda í aðildarlöndunum. í því skyni hafa verið sett á stofn Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóll Evrópu. Aðildarríkin geta vísað til mannréttindanefndarinnar brotum á ákvæðum samningsins, sem annar samningsaðila telst hafa framið. Þá getur nefndin tekið við erindum frá einstaklingum, einkasamtökum eða hópi einstaklinga, sem halda því fram, að samningsaðili hafi brotið á þeim réttindi, sem verndar njóta samkvæmt samningnum, enda hafi viðkomandi ríki lýst því yfir, að það viðurkenni að nefndin sé hæf til að taka við slíkum erindum. Skilyrði málsmeð- ferðar fyrir nefndinni er, að leitað hafi verið til hlítar leiðréttingar í heimaland- inu. Uppfylli kæra skilyrði málsmeðferðar skal nefndin sannreyna málsatvik og leita sátta með aðilum. Takist ekki sátt í málinu skal nefndin semja skýrslu um málið og láta í Ijós álit á því hvort um sé að ræða brot á skyldum samningsaðila 3Stjórnartíðindi C-1979, 9. 4Einar Arnalds: Um mannréttindadómstól Evrópu, 112. Friðjón Skarphéðinsson: Mannrétt- indasáttmáli Evrópu, 76. Gaukur Jörundsson: Vernd eignarréttar samkvæmt Mannréttinda- sáttmála Evrópu, 211. Sami: Um rétt manna samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu til að leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dómstól, 165. Magnús Thoroddsen: Úrskurðir Mannréttindanefndar Evrópu í kærumálum gegn íslandi, 231. Sigurgeir Sigurjónsson: Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir skv. honum, 222. Sami: Alþjóðasamstarf á sviði mannréttinda og árangur þess, 79. Theodór B. Líndal: Frá Mannréttindanefnd Evrópu, 76. Þór Vilhjálmsson: Lögin og mannréttindin, 99. 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.