Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 11
nefndin tekið við kærum frá einstaklingum á hendur aðildarríkjum um mann- réttindabrot. Hinn 22. ágúst 1979 afhenti ísland fullgildingarskjöl að framan- greindum tveimur samningum samkvæmt heimild Alþingis í þingsályktun 8. maí 1979, sbr. auglýsingu nr. 10, 28. apríl 1979.3 Þá hefur ísland gerst aðili að fjölmörgum mannréttindasamningum öðrum á sviði Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar, en ekki gefst þess kostur að gera nánari grein fyrir þeim samningum hér. Hér á eftir beinist athyglin einungis að Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950 (MSE) og Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 (ASBS) ogstöðu þeirra þjóðréttarsamninga í íslenskum landsrétti. Margt af því, sem vikið verður að, getur einnig átt við um aðra mannréttindasáttmála, sem Island er aðili að, en þó í mismunandi ríkum mæli. 3. MANNRÉTTINDASÁTTMÁLI EVRÓPU Um Mannréttindasáttmála Evrópu og stofnanir hans hefur verið allnokkuð ritað á íslensku.4 Hér verður ekki fjallað um efnisákvæði sáttmálans, þ.e. um hin eiginlegu mannréttindaákvæði hans, heldur einungis um þau úrræði sáttmálans, sem ætlað er að treysta framkvæmd mannréttinda í aðildarlöndunum. í því skyni hafa verið sett á stofn Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóll Evrópu. Aðildarríkin geta vísað til mannréttindanefndarinnar brotum á ákvæðum samningsins, sem annar samningsaðila telst hafa framið. Þá getur nefndin tekið við erindum frá einstaklingum, einkasamtökum eða hópi einstaklinga, sem halda því fram, að samningsaðili hafi brotið á þeim réttindi, sem verndar njóta samkvæmt samningnum, enda hafi viðkomandi ríki lýst því yfir, að það viðurkenni að nefndin sé hæf til að taka við slíkum erindum. Skilyrði málsmeð- ferðar fyrir nefndinni er, að leitað hafi verið til hlítar leiðréttingar í heimaland- inu. Uppfylli kæra skilyrði málsmeðferðar skal nefndin sannreyna málsatvik og leita sátta með aðilum. Takist ekki sátt í málinu skal nefndin semja skýrslu um málið og láta í Ijós álit á því hvort um sé að ræða brot á skyldum samningsaðila 3Stjórnartíðindi C-1979, 9. 4Einar Arnalds: Um mannréttindadómstól Evrópu, 112. Friðjón Skarphéðinsson: Mannrétt- indasáttmáli Evrópu, 76. Gaukur Jörundsson: Vernd eignarréttar samkvæmt Mannréttinda- sáttmála Evrópu, 211. Sami: Um rétt manna samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu til að leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dómstól, 165. Magnús Thoroddsen: Úrskurðir Mannréttindanefndar Evrópu í kærumálum gegn íslandi, 231. Sigurgeir Sigurjónsson: Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir skv. honum, 222. Sami: Alþjóðasamstarf á sviði mannréttinda og árangur þess, 79. Theodór B. Líndal: Frá Mannréttindanefnd Evrópu, 76. Þór Vilhjálmsson: Lögin og mannréttindin, 99. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.