Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 15
og ríkjum til fyrirmyndar" eins og segir í inngangsorðum yfirlýsingarinnar.
Með mannréttindayfirlýsingunni og þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum
sem hún er fyrirmynd að, hafa mannréttindi verið gerð að alþjóðlegu viðfangs-
efni. Mest öll þróun á sviði mannréttinda á síðustu áratugum á rót sína að rekja
til alþjóðasáttmála og alþjóðastofnana. í okkar heimshluta eru áhrif MSE á
þróun mannréttinda alveg tvímælalaus og ekki síður áhrif túlkunar sáttmálans
bæði hjá mannréttindanefndinni og mannréttindadómstólnum. Margir fræði-
menn eru þeirrar skoðunar, að sú túlkun sáttmálans, sem birtist í verkum
nefndarinnar og dómum dómstólsins, gangi lengra í þá átt að vernda mannrétt-
indi en getspökustu menn gátu séð fyrir þegar sáttmálinn var undirritaður.
Það er því eitt af skýrustu sérkennum mannréttindasáttmálanna og markar
þeim sérstöðu, að viðfangsefni þeirra er dæmigert viðfangsefni landsréttar, en
ekki hefðbundins þjóðaréttar. Þessi sérstaða gefur tilefni til að meta stöðu
ákvæða samninganna í landsrétti með öðrum hætti en annarra þjóðréttarsamn-
inga.
7. SKYLDA RÍKIS TIL AÐ TRYGGJA MANNRÉTTINDI
1. gr. MSE hljóðar þannig:
Samningsaðilar skulu tryggja (shall ensure) hverjum þeim. sem innan yfirráðasvæðis
þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi, sem skilgreind eru í I. kafla samnings þessa.
í 2. gr. 1. tl. ASBS segir:
Sérhvert ríki sem er aðili að samningi þessum tekst á hendur að virða og ábyrgjast
(undertakes to respect and ensure) öllum einstaklingum innan landsvæðis síns og undir
lögsögu sinni réttindi þau sem viðurkennd eru í samningi þessum ...
Ákvæði þessi eru nánar studd af öðrum ákvæðum samningsins. I 13. gr. MSE
segir, að sá sem fyrir skerðingu réttinda verði skuli:
geta leitað réttar síns á raunhæfan hátt fyrir opinberu stjórnvaldi (national authority),
enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum sem fara með stjórnvald (committed
by persons acting in an official capacity).
í 57. gr. segir, að aðilum sé skylt að láta í té:
greinargerð um það, með hverjum hætti landslög þeirra tryggi raunverulega fram-
kvæmd (effective implementation) ákvæða samnings þessa.
Ennfremur styrkist reglan við samanburð við 64. gr. sáttmálans um fyrirvara
við tiltekin ákvæði samningsins, ef gildandi löggjöf er ekki í samræmi við það
ákvæði.
2
9