Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 21
beitt af norskum dómstólum.29 Höfundur tekur undir sjónarmið Terje Wold um þýðingu greinar 13 í MSE og greinar 2.2a-c í ASBS, þar sem kveðið er á um rétt þess sem verður fyrir skerðingu á mannréttindum til að leita réttar síns á raunhæfan hátt fyrir dómstólum landsins. Hann telur að í þessum ákvæðum sé gert ráð fyrir því að yfirvöld landsins skuli taka efnisafstöðu til einstakra tilvika á grundvelli sáttmálanna. Þá telur höfundur að reglan í 26. gr. MSE og 2. gr. í valfrjálsu bókuninni við ASBS um skyldu til að leita til hlítar allra tiltækra leiða til úrbóta innanlands, geri ráð fyrir að dómstólar landsins geti beitt efnisákvæð- um mannréttindasáttmálana beint um brot gegn ákvæðum þeirra, hvort sem er af hálfu lægra settra dómstóla eða annarra yfirvalda.3" Að lokum skal hér vitnað til skoðunar Trond Dolva, en höfundur gerir grein fyrir því, að norskir dómstólar leggi eyrun við sjónarmiðum sem sótt eru til hins almenna þjóðaréttar og þjóðréttarsamninga.31 Slík sjónarmið heyrist æ oftar í málflutningi fyrir norskum dómstólum. Óumdeilt sé að slík sjónarmið hafi þýðingu fyrir úrslit mála. Ut frá þessu sjónarmiði sé hægt að komast að þeirri niðurstöðu að alþjóðlegir mannréttindasáttmálar séu meðal réttarheimilda sem dómstólar bæði geti og skuli taka tillit til. Höfundur víkur síðan að þeim aðstæðum, þegar ákvæði mannréttindasátt- mála og ákvæði landsréttar eru ósamrýmanleg. Hann vísar fyrst til þeirrar viðteknu kenningar, að norskur réttur teljist vera í samræmi við þjóðaréttinn. Hann vitnar og til þess að í Noregi hafi þjóðarétturinn verið gerður að landsrétti að hluta til, svo sem eins og með 4. gr. laganna um refsiréttarfar, þar sem segi að reglur laganna gildi með þeim takmörkunum sem viðurkenndar séu í þjóðarétti eða leiði af samningi við erlent ríki. Höfundur ályktar síðan að með hliðsjón af þessum bakgrunni megi halda því fram að í flestum tilvikum þar sem reyni á hugsanlegt ósamræmi milli alþjóðlegra manréttindasáttmála og landsréttar muni: presumsjonsregelen og andre retsanvendelsesprinsiper trolig bidra til á finne en lösning, hvor man undgár á konstatere slik motstrid. Enda þótt hér hafi nokkuð verið vitnað til höfunda sem hneigjast til að auka hlut mannréttindasáttmála í landsrétti, þá ber að geta þess skýrlega, að aðrir höfundar hafa þar verulega fyrirvara á. Eftir því sem mannréttindasáttmálarnir hafa verið lengur í gildi hafa þó fleiri fræðimenn hneigst að því að dómstólum sé heimilt að beita ákvæðum MSE milliliðalaust. ^Jörgen Aall: Menneskerettighetskonvensjonene som rettskildefaktor i intern norsk ret, 638- 639 ',,Sama rit, 627-628. 31Trond Dolva: Internasjonale menneskerettighetskonvensjoner ogintern norsk ret, 130-131. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.