Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 26
hefði jafnvel ekki skipt máli í þessu tilviki, þar sem um stjórnarskrákvæði var að ræða. Þessi var túlkun dómstóla á stöðu mannréttindasáttmála að íslenskum rétti, þegar það sögulega framfaraspor var stigið, sem næst verður vikið að. 12. DÓMUR HÆSTARÉTTAR 9. JANÚAR 1990 í máli þessu reyndi enn á reglur íslensks réttar um dómstólaskipanina á sviði opinberra mála, en fulltrúi héraðsdómara, sem jafnframt hafði með höndum rannsóknir brotamála, kvað upp dóm í sakadómi, sem ákæruvaldið áfrýjaði til þyngingar. Eftir að málsmeðferð hefur verið lýst í dóminum svo og dómstóla- skipaninni er til þess vísað, að í hrd. 1985:1290 og 1987:356 hafi ekki verið talið að 2. gr. stjórnarskrárinnar stæði í vegi þess, að dómara- og umboðsstörf væru á einni hendi. Síðan segir: Samrýmist þetta illa viðhorfum í ríkjum, sem um annað byggja á svipuðum réttarhug- myndum og ísland. Er næst vikið að MSE og tekin upp 6. gr. 1. mgr. sáttmálans. Er síðan greint frá því sjónarmiði íslensku ríkisstjórnarinnar 1951, að ríkisstjórnin hafi talið, þegar MSE var fullgiltur, að íslenskar réttarreglur væru í samræmi við hann, eins og sáttmálinn var þá skýrður. Segir svo, að síðan hafi mörg ákvæði hans verið nánar skýrð við meðferð kærumála hjá Mannréttindanefnd og Mannréttinda- dómstól Evrópu. Með fullgildingunni hafi ísland að þjóðarétti gengist undir að lúta ákvæðum sáttmálans. Pá er sagt frá 1. nr. 94/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og að þau lög taki gildi 1. júlí 1992. Er næst vikið að því, að sakfelldir í málunum hrd. 1985:1920 og 1987:356 hafi sent kæru til Mannréttindanefndar Evrópu og nefndin hafi gefið skýrslu um fyrrnefnda málið, þar sem fram komi, að málsmeðferðin hafi að samdóma áliti nefndarinnar brotið gegn 1. mgr. 6. gr. MSE, þar sem dómstóllinn hafi ekki verið óhlutdrægur dómstóll. Hafi nefndin skotið málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu, en eftir það hafi kærandi og ríkisstjórn íslands gert sátt í málinu m.a. með vísan til 1. nr. 92/1989. Hæstiréttur telur síðan að líta beri til eftirfarandi atriða (tölusetning mín): I. Að byggt sé á þrískiptingu valdsins í stjórnarskránni. II. Að sögulegar og landfræðilegar aðstæður, sem skýri það, að menn utan Reykjavíkur fari oftsinnis með bæði umboðsstörf og dómstörf, hafi nú minni þýðingu en fyrr. III. Að sett hafi verið lög um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds, sem taki gildi árið 1992. IV. Að ísland hafi að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasátt- mála Evrópu. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.