Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 34
Valtýr Sigurðsson: UM SAMNINGSBUNDNA GERÐARDÓMA EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. AÐDRAGANDILAGASMÍÐARINNAR 3. EFNISSKIPAN 3.1. Gerðarsamningurinn 3.2. Skipun og hæfi gerðarmanna 3.3. Málsferðin 4. HLUTVERK DÓMSTÓLANNA VIÐ GERÐARMEÐFERÐ 5. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Þann 10. maí 1989 voru samþykkt frá Alþingi lög nr. 53/1989 um samnmgs- bundna gerðardóma. Frumvarp laga þessara var samið á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins af Stefáni Má Stefánssyni prófessor og Valtý Sigurðs- syni borgarfógeta og tóku lögin gildi þann 1. janúar 1990. Við samningu frumvarpsins var haft náið samráð við réttarfarsnefnd sem starfar á vegum ráðuneytisins. Með lögunum var felld úr gildi 1. gr. 6. kap. 1. bókar Norsku laga Kristjáns V. en þar var að finna eina gildandi lagaákvæði um samningsbundna gerðardóma. Lagagreinin var svohljóðandi: Nú fela málsaðiljar dánumönnum að ráða til lykta ágreining, og er oddamaður með eða eigi, þá er allt það, sem þeir gera, enda sé það heimilt eftir umboði þeirra, statt og stöðugt, og verður því eigi skotið til nokkurs dómstóls til ógildingar. En þó heldur konungur sínum rétti. Samkvæmt þessari gömlu reglu var gerðardómur fyrst skipaður tveim eða fleiri dánumönnum. Oddamaður var aðeins tilnefndur þegar þeir komu sér ekki saman um ágreiningsefnið. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.