Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 52
Það eru dómstólar sem skera úr um það að lokum hvort gerðarmenn hafi farið út fyrir valdsvið sitt og hvort gerðardóm eigi að ógilda af þeim sökum. Skiptir engu máli hvort gerðarmenn hafi áður úrskurðað um valdsvið sitt í gerðarmálinu á meðan á rekstri þess stóð. e) Gerðardómsform. Um gerðardómsformið er fjallað í 8. gr. gerðardómslag- anna. Þar kemur fram að gerðardómur skuli vera skriflegur, skýr, rökstuddur í meginatriðum og undirritaður af þeim gerðarmönnum sem að dómi standa. Þetta eru lágmarkskröfur. Gerðarsamningur kann að hafa að geyma fyrirmæli sem kveða ítarlegar á um gerðardómsform og ber þá að fylgja þeim svo langt sem þau ná. Illa rökstuddur gerðardómur getur samkvæmt framanrituðu leitt til ógildingar hans svo dæmi sé tekið. Astæðan er m.a. sú að beri gerðardómur ekki með sér viðhlítandi rökstuðning er erfitt að átta sig á þeim sjónarmiðum sem legið hafa til grundvallar honum. Aðilum er í flestum tilvikum nauðsynlegt að vita á hvaða meginrökum gerðardómsúrlausn er byggð, t.d. ef hann hyggur gerðardóm byggðan á ólögmætum sjónarmiðum. Svipuð rök eiga við ef gerðardómur er mjög óskýr. 3.3.2. Efnisástæður Þau rök sem liggja að baki því að gerðardómur verður að jafnaði ekki ógiltur hafa áður verið rakin. Ef ógilding þeirra væri miðuð við rétta túlkun laga eða rétta beitingu sönnunarreglna er ljóst að oft yrði krafist ógildingu gerðardóma. Slíkt er í raun í andstöðu við eðli gerðarmeðferðar sem á að stuðla að einfaldri og fljótvirkri úrlausn en ekki að flóknum og kostnaðarsömum málaferlunr. Það er því nærlægt að líta svo á að með gerðarsamningi hafi aðilar tekið á sig og samþykkt þá áhættu sem í því felst að velja það réttarúrræði sem ekki tryggir réttaröryggi með sama hætti og dómstólameðferð. I 6. tl. 12. gr. gerðardómslaga er kveðið nánar á unr þetta. Þar segir að gerðardómur verði því aðeins ógiltur að hann sé bersýnilega byggður á ólögmætum sjónarmiðum. Það er því ekki nægjanlegt til ógildingar gerðardóms að gerðarmenn hafi beitt lögum ranglega eða að þeir hafi gengið út frá málsatvikum sem ekki voru sönnuð. Það er heldur ekki nægjanlegt að þeir dragi rangar ályktanir af málsatvikum. Til þess að til ógildingar geti komið verður frávikið að vera bersýnilegt. Hafi gerðarmenn t.d. beitt lagareglu sem alls ekki getur átt við um sakarefnið getur þó komið til ógildingar, t.d. ef riftunarreglum gjaldþrotalaga er beitt um samning tiltekinna aðila sem ekki eru gjaldþrota. Á sama hátt getur komið til ógildingar gerðardóms ef gerðarmenn hafa slegið föstum tilteknum málsatvikum sem enginn fótur er fyrir í gögnum málsins. Þegar svona stendur á er stundum sagt að úrlausn gerðarmanna sé reist á ólögmætum sjónarmiðum. í hrd. 1974 707 var m.a. reynt að hnekkja gerðardómi á þeim grundvelli að efnisúrlausn stæðist ekki að réttum íslenskum lögum. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.