Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 55
þjóðréttarsamninga sem ísland kann að gerast aðili að í framtíðinni verða því aðfararhæfir hér á landi. Að vísu þarf að kanna hvort tiltekinn gerðardómur sé kveðinn upp í samræmi við þau ákvæði sem sett eru í viðkomandi þjóðréttar- samningi og jafnframt hvort hann sé í samræmi við íslensk lög. Mun dómari verða að kanna þetta við aðför og þó sérstaklega ef mótmæli koma fram. Hugsanlegt er einnig að sá aðili sem tapað hefur gerðarmáli stefni málinu til ógildingar fyrir hinum almennu héraðsdómstólum og á sama hátt og innlendum gerðardómsúrlausnum. Er þá við það miðað að varnarþing sé fyrir hendi hér á landi. Getur hann þá borið fyrir sig til ógildingar öll þau sömu atriði og unnt er að bera fram gegn innlendum gerðardómsúrlausnum. Hafi þjóðréttarsamningur verið lögtekinn hér á landi ber einungis að fara eftir ákvæðum hans og það eru þau sem ráða um það hvort ógilding er möguleg og að hvaða marki. 6.2. Aðrir gerðardómar f gerðardómslögunum er ekki skilgreint hvað sé alþjóðlegur gerðardómur. Svo sem er með alþjóðleg varnarþing er rætt um alþjóðlega gerðardóma þegar aðilar máls eða sakarefni tengjast fleiri ríkjum en einu. Unnt er að semja um varnarþing gerðarmáls þótt svona standi á. Að jafnaði geta því aðilar samið um meðferð gerðarmáls hér á landi þó að ágreiningur ætti annars að sæta alþjóðlegri gerðarmeðferð. Á sama hátt geta aðilar í tilteknu landi samið um alþjóðlega gerðarmeðferð þó að deiluefnið ætti þar í raun ekki heima. Alþjóðlegir gerðardómar sem ekki hafa stoð í þjóðréttarsamningi sem ísland er aðili að skulu öðlast viðurkenningu og aðfararhæfi ef þeir fullnægja fyrirmæl- um íslenskra laga um gerðardóma, sbr. 2. mgr. 14. gr. gerðardómslaganna. íslensku gerðardómslögin eru þannig úr garði gerð að ekki er líklegt að þau fari í bága við “Uncitral” rammalögin um gerðardóma sem samin voru á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram er því líklegt að alþjóðlegir gerðardómar fullnægi skilyrðum íslenskra laga a.m.k. ef þeir hafa sjálfir starfað eftir reglum sem eru í samræmi við fyrrnefnd rammalög. Munurinn á 1. og 2. mgr. 14. gr. gerðardómslaganna er e.t.v. einkum sá að það eru líkur á því fyrirfram að gerðardómur kveðinn upp í samræmi við þjóðréttarsamning sem ísland er aðili að fullnægi kröfum íslenskra laga um gerðardóma. Þetta á auðvitað sérstaklega við ef þjóðréttarsamningurinn hefur verið lögtekinn hér á landi. Það sama á hins vegar ekki við að öllu leyti varðandi 2. mgr. 14. gr. Það má því segja að gerðarbeiðandi þurfi í því tilviki nánast að sýna fram á að gerðardómurinn og sú málsmeðferð sem liggur að baki sé í samræmi við íslensk lög. 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.