Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 57
LAGABÓKMENNTIR Gylfi Knudsen: Gunnar G. Schram: Evrópubandalagið Háskólaútgáfan Reykjavík 1990 202 bls. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve háðir íslendingar eru utanríkisvið- skiptum. Því mætti ætla, að milliríkjaviðskipti væru sýknt og heilagt til umræðu meðal landsmanna og lækkanir tollmúra og afnám viðskiptahindrana væru þeirra ær og kýr. Að þjóðin þekkti helstu milliríkjasamtök á sviði fríverslunar og efnahagssamvinnu, GATT, EFTA, EB og OECD, jafnvel og höfuðáttirnar. En er raunin ekki önnur? Munu ekki furðumargir halda, að þessi fyrirbrigði séu hryðjuverkasamtök, eldsneytistegund eða fræg vörumerki? Sannleikurinn er nefnilega sá, að það er aðeins fámennur hópur sérfræðinga, sem einhver skil kann á þessum efnum. ísland er sem kunnugt er aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sbr. auglýsingu nr. 7 frá 16. mars 1970, og hefur fríverslunarsamning við Evrópubandalagið, sem gerður var 22. júlí 1972 og tók gildi 1. apríl 1973 að sjávarafurðaviðauka undanskildum, svonefndri bókun nr. 6, sem tók ekki gildi, fyrr en 1. júlí 1976, þegar lausn hafði fengist á deilum um fiskveiðilögsöguna. Þá 'er ísland aðili að Hinu almenna samkomulagi unr tolla og viðskipti (GATT), sbr. auglýsingu nr. 8 frá 1. júlí 1968. Ennfrenrur tók ísland þegar þátt í efnahagssamvinnu í Evrópu með aðild að fyrirrennara Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD), sbr. auglýsingu nr. 61 frá 5. júlí 1948. Nú er um fátt meira rætt en Evrópubandalagið rétt eins og það sé nýstofnað. Tilefnið er áform þess að hrinda að fullu í framkvæmd sameiginlegum innri markaði fyrir árslok 1992 samkvæmt breytingum á stofnsamningi bandalagsins, Rómarsáttmálanum, er gerðar voru með Einingarlögum Evrópu, sem tóku gildi 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.