Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 12
Það er einn helsti kostur skaðabóta, að þær bæta ekki bara galla þann, sem er á hinu selda, heldur og fylgitjón, sem gallinn hefur í för með sér.18 Þegar skaðabætur eru ákvarðaðar, t.d. á grundvelli viðgerðarkostnaðar, þegar mat fer fram, fylgja þær verðbólgu. Þá ber skaðabótakrafan vexti, sbr. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987.19 Skaðabætur leiða yfirleitt til tjárhagslegrar niðurstöðu, sem er hagstæðari en fæst, þegar afsláttar er krafist, og það er oftast auðveldara að meta og rökstyðja skaðabótakröfu heldur en afsláttarkröfu. Skaðabætur eru, eins og áður segir, oft ákvarðaðar á grundvelli sannanlegs viðgerðarkostnaðar, og nteð skaðabótum er unnt að fá ýmiss konar fylgitjón bætt. Ákvörðun um fjárhæð afsláttar byggir hins vegar á því, að fram fari samanburður á verðmæti greiðslu, annars vegar eins og hún er með galla og hins vegar án galla, og á þeim grundvelli er afsláttarfjárhæðin fundin. Okostir skaðabóta eru helstir þeir, að það getur verið erfitt fyrir samningsaðila að sanna sök á viðsemjanda sinn. Eins getur verið erfitt að leiða að því sönnur, að tilteknir kostir eða eiginleikar hins selda hafi verið áskildir. 2.4 Afsláttur Það einkennir afslátt, að með beitingu hans er í raun verið að leiðrétta samning, þ.e. verðákvæði hans. Verðið er leiðrétt eða lækkað í réttu hlutfalli við þá rýrnun, sem galli eða önnur vanefnd veldur. Er þá verðið lækkað í þeim mæli, að umsamið samhengi haldist annars vegar milli verðmætis aðalgreiðsl- unnar (söluhlutar, leiguhlutar eða annarrar greiðslu) og hins vegar endur- gjaldsins (verðsins) fyrir aðalgreiðsluna.20 Segja má, að afsláttur liggi einhvers staðar á milli skaðabóta og ógildingar og hafi í raun einkenni beggja þessara úrræða. Heimild til að leiðrétta verðákvæði samnings með því að lækka það felst einnig í 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/1986, og einnig í almennum reglum um réttaráhrif brostinna forsendna. Á grundvelli ógildingarreglna samningalaga og reglna um brostnar forsendur hafa 18 Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 287; Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del. bls. 181-182. 19 I 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, kemur fram, að kröfur um skaðabætur skulu bera vexti frá og með þeim degi, er hið bótaskylda atvik átti sér stað og vera á hverjum tíma jafnháir vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum. Ef skaðabótakrafa er miðuð við verðlag síðar en hið bótaskylda atvik varð, ber krafan þó vexti frá þeim tíma. I athugasemdum við 7. gr. segir, að í greininni séu reglur um skaðabætur bæði innan og utan samninga. Lagt sé til, að kröfur um skaðabætur beri almennt vexti frá þeim degi, er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Fjárhæð skaðabótakröfu kunni að miðast við verðlag á síðara tímamarki en tjónsdeginum. Sem dæmi megi nefna viðgerðarkostnað á eign, sem komi fyrst til greiðslu mörgum mánuðum eða árum eftir að tjónsatvik átti sér stað. 20 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 129. 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.