Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 64
stefnandi á í hlut, málflytjanda að gera fyrir sig tilteknar kröfur fyrir dómi og knýja þannig á um skyldu, sem ekki verður fullnægt án atbeina dómsins. Réttarfarsrök um hraða málsmeðferð, sem getið var um í kaflanum um dóm- sáttir, eiga ekki við.57 Auk þess veitir samningur um greiðslufrest ekki sömu tryggingu og dómsátt veitir, þar sem krafa umbjóðandans verður ekki aðfarar- hæf við vanefnd samningsins. A þetta álitaefni virðist þó ekki hafa reynt í dómum Hæstaréttar. 3.2.6 Niðurfelling máls Sú staða getur komið upp eftir höfðun máls, að eðlilegt getur talist að fella það niður, sbr. 105. gr. EML. Sem dæmi um slíka aðstöðu má nefna, að eftir þingfestingu víxilmáls verður lögmanni stefnanda ljóst, að gleymst hefur að afsegja víxilinn sökum greiðslufalls. Sú spuming vaknar hér, hvort lög- maðurinn þurfi að afla sér sérstaks umboðs frá aðilanum sjálfum, til þess að fella málið niður. H 1947186 G hafði falið lögmanninum M að höfða mál gegn S til heirntu kaupeftirstöðva og skaðabóta. Eftir að málið hafði verið höfðað og S tekið til varna, féll þingsókn niður af beggja hálfu, en upplýst var, að S hefði greitt M tiltekna fjárhæð upp í málskostnað og M þar með fallið frá málsókninni. Krafðist M í máli þessu greiðslu málskostnaðar og útlagðra réttargjalda úr hendi G, að frádreginni greiðslu frá S. Hélt M því fram, að G hefði veitt sér rangar upplýsingar um málið, en er hið sanna hefði komið í ljós, hafi sést að þýðingarlaust væri að halda málinu áfram og M látið fella það niður, enda fælist heimild til þess í umboði lögmanns, án þess að hann þyrfti að leita samþykkis umbjóðanda síns. G hélt því hins vegar fram, að M hefði enga heimild haft til að fella málið niður og að skoða yrði greiðslu þá, er hann fékk hjá S, sem fullnaðargreiðslu, enda hefði málið ekki verið flutt. Héraðsdómari taldi ósannað, að G hefði veitt M rangar upplýsingar. Þá sagði, að fallast yrði á það með stefnda, að í málflutningsumboði hæstaréttarlögmannsins M hafi ekki gagnvart stefnda falist heimild til að fella niður málsókn, án þess að stefnu- krafan væri greidd. Þótti M því ekki eiga tilkall til frekari þóknunar, en G var hins vegar dæmdur til að greiða M útlögð réttargjöld. í dómi Hæstaréttar segir, að eftir framkomnum upplýsingum verði að telja, að M hafi ekki kynnt sér nægilega málavexti, áður en hann höfðaði mál í þágu G. Verði einnig að telja, að M hafi verið skylt að rannsaka nánar, hver gögn hann gæti fengið í málinu, áður en hann léti það niður falla. Af þessum sökum og með vísan til röksemda héraðsdóms var niðurstaða hans staðfest. Eins og dómurinn ber með sér felst í umboði málflutningsmanns réttur til þess 57 von Eyben: Procesfuldmagt. bls. 81. 58 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126. 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.