Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 76
uppfylltum, heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að firra aðila réttar- spjöllum. I öðru lagi geyma MFL reglur um fulltrúa lögmanna. Lögmönnum er heimilt að ráða til sín fulltrúa, sem hafa lokið embættisprófi í lögum við Háskóla Islands og náð tuttugu og eins árs aldri, eru lögráða og hafa forræði fjár síns, sbr. 3. gr. MFL. I stað embættisprófs getur þó komið sambærilegt próf við annan háskóla, enda hafi hlutaðeigandi næga þekkingu á íslenskum lögum. Samkvæmt ákvæðinu á lögmaður að tilkynna um ráðningu fulltrúa þeim dómstóli, sem í hlut á, en með þessu orðalagi er sennilega átt við, að nægilegt sé, að lögmaðurinn tilkynni þetta héraðsdómstólnum í umdæminu, þar sem hann hefur skrifstofu.96 Af orðalagi 2. mgr. 12. gr. annars vegar, og 3. mgr. 18. gr. hins vegar, má ráða að mismunandi reglur gildi um aðgerðir, sem heimilt er að fela fulltrúa, eftir því hvort fulltrúinn starfar hjá héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni. í 2. mgr. 12. gr. MFL virðist tæmandi talið, hvaða verk fulltrúi getur annast í skjóli málflutningsumboðs hæstaréttarlögmanns. Segir þar, að sé mál skriflega flutt eða lögmaðurinn getur ekki sótt þing sjálfur sakir skyndilegra nauðsynja, sé honum heimilt að senda fulltrúa sinn í sinn stað til að taka frest eða leggja fram skjöl. Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. getur hins vegar fulltrúi héraðsdómslögmanns sótt dómþing og gert þar allt það, sem annars fellur innan málflutningsumboðs lögmannsins, sbr. 3. mgr. 18. gr.97 Fulltrúa héraðsdómslögmanns er þó ekki heimilt að flytja munnlega málflutningsræðu fyrir héraðsdómi á þeim svæðum, sem sérréttindi lögmanna taka til, nema það sé þáttur í prófraun til að öðlast málflutningsréttindi.98 Fráleitt hlýtur að teljast að greina svo milli heimilda fulltrúa, eftir því hvort hann starfar hjá héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni. Eðlilegra virðist því að skýra tilgreind ákvæði svo, að reglur um það, hvenær megi fela fulltrúa tiltekin verk, séu mismunandi eftir því hvort mál er rekið fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti. Því séu heimildir fulltrúa hæstaréttarlögmanns fyrir héraðsdómi þær sömu og gilda um heimildir fulltrúa héraðsdómslögmanns fyrir héraðsdómi. Flytji héraðs- dómslögmaður hins vegar mál fyrir Hæstarétti samkvæmt undantekningarreglu 2. mgr. 9. gr. MFL, gildi 2. mgr. 18. gr. MFL um heimildir fulltrúa hans fyrir Hæstarétti. Að öðru leyti greina MFL ekki takmarkanir á því, í hverju tilliti fulltrúar lögmanna geta komið fram af þeirra hálfu. Ráðstafanir, sem fulltrúi gerir í starfi sínu sem starfsmaður lögmanns, eru bindandi fyrir lögmann og skjólstæðing hans.99 H 1946 375 Lögmaðurinn M, fyrir hönd H, krafðist þess fyrir borgarfógeta í Reykjavík, að 96 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 122. 97 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II.. bls. 49. 98 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 122 og Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 115. 99 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 114. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.