Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 7
1. MEGINEINKENNI AFSLÁTTAR Afsláttur er eitt þeirra úrræða, sem aðili gagnkvæms samnings getur beitt í tilefni vanefndar viðsemjanda síns. í rétti til afsláttar felst heimild til handa samningsaðila til þess að lækka eða draga úr eigin greiðslu í réttu hlutfalli við þá veðrýrnun gagngreiðslunnar, sem vanefnd viðsemjanda hefur í för með sér.1 Sjá t.d. H 1996, 18. janúar (Sturla Haraldsson) í málinu nr. 169/1994, þar sem segir: „Það leiðir af reglum um afslátt sem úrræðis vegna vanefnda á gagn- kvæmum samningi, að lækka ber greiðslu stefndu í réttu hlutfalli við kaup- verðið“. Afsláttur er úrræði, sem á rætur sínar að rekja allt aftur til Rómaréttar, en þar var úrræði þessu fylgt eftir með því, sem kallað var actio quanti minoris, þ.e. málssóknarrétti, sem fólst í heimild kaupanda til að krefjast hlutfallslegs afsláttar af kaupverði vegna galla á söluhlut. Heimildin til að krefjast afsláttar er ekki fyrir hendi í engilsaxneskum rétti,2 en hefur hins vegar verið tekin upp í 50. gr. alþjóðasáttmálans um milliríkjakaup frá 1980.3 Afsláttur er vanefndaúrræði, sem fyrst og fremst er beitt í tilefni þess, að greiðsla samkvæmt gagnkvæmum samningi er gölluð, einkum í lausafjár- og fasteignakaupum. Heimildin til þess að krefjast afsláttar er lögbundin í lausa- fjárkaupum, sbr. 42. og 43. gr. laga nr. 39/1922, um lausafjárkaup, en byggir á dómvenju í fasteignakaupum. Til beitingar afsláttar í lausafjár- og fasteigna- kaupum getur einnig komið, ef um vanheimild af hálfu gagnaðila er að ræða, þ.e. vanheimild að hluta. 1 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, Reykjavík MCMLXV, bls. 33 og bls. 113-114. Um hugtakið afslátt sjá einnig Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, Kaupmannahöfn 1991, bls. 129-130; Anders Vinding Kruse: Kpbsretten, Kaupmannahöfn 1987, bls. 76; Henry Ussing: Obligationsretten Almindelig Del, Kaupmannahöfn 1961, bls. 104; Henry Ussing, Kpb, Kaupmannahöfn 1967, bls. 129; Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett, Oslo 1978, bls. 285-288; Per Augdahl: Den Norske Obligasjonsrett Almindelige Del, 5. útg., Oslo 1984, bls. 183; Knut Rodhe, Larobok I Obligationsrátt. 6. útg., Lundi 1986, bls. 241; Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, Almennur hluti, Reykjavík 1992, bls. 363, og sami höfundur: Kauparéttur, Reykjavík 1988, bls. 154; Mads Bryde Andersen: Praktisk Aftaleret. Kaupmannahöfn 1995, bls. 284-285. 2 Sjá nánar Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 130. Sjá einnig John D. Calamari og Joseph M. Perillo: The Law of Contracts, 2. útg., St. Paul, Minn. 1977, bls. 518 o.áfr. og Gordon D. Schaber og Claude D. Rohwer: Contracts in a nutshell, St. Paul, Minn. 1975, bls. 236 o.áfr. 3 Sáttmáli þessi heitir „United Nations Convention on Contracts for the Intemational Sale of Goods“ og var samþykktur 11. aprfl 1980 á ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar efndu til í Vínarborg í Austurríki. Fjölmörg ríki hafa undirritað samning þennan, og hafa Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar fullgilt hann. í Danmörku, svo dæmi sé tekið, gildir samningurinn, en þó ekki þegar bæði seljandi og kaupandi eru búsettir á Norðurlöndum, sbr. 94. gr. sáttmálans. Sjá nánar um sáttmála þennan Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, 2. útg. endurskoðuð, Kaupmannahöfn 1989, bls. 43 og Páll Sigurðsson: Kauparéttur, bls. 333 o.áfr. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.