Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 49
lögmanns síns, sem þar komu fram, sbr. 4. gr. MFL. Hafi dómur í fyrra málinu verið kveðinn upp á þeim forsendum, sem greindi í stefnu R. Þótti R því ekki geta á nýjan leik höfðað mál gegn V til heimtu eftirstöðva skuldar samkvæmt bréfinu, og var málinu ex officio vísað frá samkvæmt 196. gr. laga nr. 85/1936. Var dómur þessi staðfestur með dómi Hæstaréttar í kærumáli. H 1932 634 C höfðaði mál á hendur P og H vegna vanefnda á samningi. H gagnstefndi og krafðist tiltekinnar peningagreiðslu „með eða án skuldajafnaðar“. í héraðsdómi var gagnkrafan tekin til greina og leyfður skuldajöfnuður á móti kröfu C, þrátt fyrir mótmæli hans, sem lutu meðal annars að því, að hluti gagnkröfunnar væri fymdur. I dómi Hæstaréttar var við það miðað, að hluti gagnkröfunnar væri fyrndur. Hins vegar sagði, að fallast yrði á það með H, að yfirlýsing umboðs- manns C, sem fram kom í tilteknum sóknarskjölum málsins í héraði, þar sem hann viðurkenndi að hafa mætti hina fyrndu kröfu til skuldajafnaðar, yrði að teljast bindandi fyrir C. Þóttu því mótmæli umboðsmannsins gegn því, að krafan yrði notuð til skuldajafnaðar, of seint fram komin. Hafa verður í huga, að hið lögbundna málflutningsumboð samkvæmt 2. mgr. 4. gr. MFL nær samkvæmt orðum sínum aðeins til flutnings mála fyrir dómi. Starf málflytjanda í skjóli umboðsins er þó almennt víðtækara en svo, að það verði eingöngu innt af hendi við aðalmeðferð máls. Af þeim sökum verður í þeirri upptalningu, sem hér fer á eftir, jöfnum höndum horft til aðgerða, sem strangt til tekið teljast ekki til flutnings máls, en eru þó nátengdar slíku starfi, eins og til dæntis viðtaka dæmdrar greiðslu eða áfrýjun. í 2. mgr. 4. gr. MFL er ekki gerður greinarmunur á inntaki málflutnings- umboðs eftir því, hvort viðkomandi málflytjandi er lögmaður eða annars konar málflutningsumboðsmaður samkvæmt ákvæðum MFL. Talið er, eins og áður sagði, að reglur um inntak og áhrif málflutningsumboðs séu því þær sömu varðandi alla hina fimm flokka málflytjenda.28 Hér á eftir verður þó almennt við það miðað, að lögmenn fari með málflutningsumboð hverju sinni. 3.2.2 Stefnubirting 3.2.2.1 Héraðsdómsstefna Samkvæmt eldri einkamálalögum nr. 85/1936 var birting stefnu því aðeins lögmæt, að hún færi fram fyrir aðila sjálfum, heimilisfólki hans eða þeim, sem hittist fyrir á heimili hans eða vinnustað, sbr. 96. gr. Almenna reglan var sú, að þeir einir gátu birt stefnu, sem sérstaklega voru til þess skipaðir, sbr. 89. gr. Þó mun hafa tíðkast í framkvæmd, að stefndi eða málflutningsumboðsmaður hans hafi áritað frumrit stefnu, sem komið var á framfæri við hann með öðrum hætti en lögmæltur var í 89. gr.29 Slík birting var þó ekki lögmæt í þeim skilningi, að væri ekki mætt af hálfu stefnda, bar að vísa málinu frá. Ef hins vegar var mætt, 28 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 124. 29 Alþingistíðindi 1991-1992 A, bls 1095. 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.