Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 29
UfR 1987. 966 (V). Fasteign var seld á 855.000 krónur, en viðgerðar- kostnaður vegna ólöglegs rafbúnaðar fasteignarinnar nam kr. 7.000. Afsláttar- kröfu kaupanda var hafnað. UfR 1987. 967 (V) Kaupverð fasteignar var 475.000 krónur, en kostnaður við að gera við sprungur, sem talið var, að ekki myndu aukast, nam 7.000 krónum. Kröfu kaupanda um afslátt var hafnað. UfR 1986. 853 (H). Um var að ræða sölu á atvinnuhúsnæði, og var kaupverðið 6.000.000 krónur. Galli kom fram á þaki húsnæðisins, og var viðgerðar- kostnaður 75.000 krónur. Talið var, að hér væri ekki um galla að ræða, og var afsláttarkröfu kaupanda hafnað. UfR 1987. 434 (H). í því máli var söluverð fasteignar 570.000 krónur. Veittur var afsláttur upp á kr. 35.000, þ.e. 6.1%. Rökin voru e.t.v. þau, að galli væri augljós, húsið var sex ára þegar málið var höfðað og viðgerð var nauðsynleg. Ur íslenskri dómaframkvæmd má finna dæmi þess, að dómstólar hafi dæmt afslátt í fasteignakaupum, þótt fjárhæð afsláttarins hafi verið mjög lág samanborið við kaupverðið, sbr. H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg). í því máli höfðu kaup verið gerð um fasteign árið 1975, og var kaupverðið 7.000.000 g. krónur (70.000 nýkrónur). Ymsir gallar komu fram, og samkvæmt matsgerð, sem dagsett var 7. ágúst 1975, nam heildarkostnaður við úrbætur 303.000 krónum (3.030). Héraðsdómur, sem gekk á árinu 1981 og skipaður var sér- fróðum meðdómsmönnum, taldi matsgerðina gallaða, og yrði hún ekki lögð til grundvallar dómi, en dæmdi 2.620 krónur í skaðabætur vegna galla á raflögn. Hæstiréttur féllst á það, að matsgerðin yrði ekki lögð til grundvallar dómi, og dæmdi kaupandanum 2.500 krónur í afslátt vegna galla á raflögn, þ.e. 3.57% af kaupverði. Sjá einnig til athugunar H 1993 839 (Safamýri), H 1994 1421 (Langamýri), H 1994 2255 (Fannafold) og H 1995 1136 (Bólstaðarhlíð). 7.2 Um annmarka afsláttarheimildarinnar í fasteignakaupum Þegar rætt er um það, að ákveðnir annmarkar geti verið því samfara að beita afsláttarheimildinni í fasteignakaupum, er einkum litið til eftirtalinna atriða: I fyrsta lagi má á það benda, að ákvörðun þess, hvenær fasteign er haldin galla og hvenær ekki, getur verið háð mikilli óvissu, og hefur það að sjálfsögðu áhrif á umræður um beitingu afsláttar sem vanefndaúrræðis. Um getur verið að ræða ýmis konar minni háttar frávik í gæðum, sem erfitt er að flokka beinlínis undir galla í kauparéttarlegum skilningi. Að sama skapi er þá erfitt að viðurkenna heimild til afsláttar í tilefni slíkra frávika. Það sem einum þykir galli, telur annar, að ekki sé galli.58 Þótt viðurkennt sé, að þetta sjónarmið eigi nokkuð til síns máls, hefur það þó ekki verið talið leiða til þess, að afsláttar- úrræðinu verði hafnað fyrir þessa sök eina í fasteignakaupum.59 I öðru lagi er til þeirrar staðreyndar að líta, sem er öllu þýðingarmeiri, að sala fasteignar er sjaldnast liður í atvinnustarfsemi seljanda eins og tíðast er í 58 Anders Vinding Kruse: Ejendomsk0b, bls. 125: Henriette Christie L0ken, bls. 48. 59 Anders Vinding Kruse: Ejendomsköb, bls. 125. 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.