Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 62
að lögmanni væri heimilt að gera dómsátt, þar sem allar kröfur stefnanda eru teknar til greina.51 Hafa verður í huga, að í H 1984 148 var ekki tekin afstaða til þess, heldur var þar aðeins leyst úr því, hvort lögmanni væri heimilt að gera sátt, sem fól í sér eftirgjöf á hagsmunum skjólstæðings hans.52 Sama var uppi á teningnum í H 1990 840. Tilvitnuð ummæli um heimild til sáttargerðar standa því óhögguð. I slíkri sátt felst engin eftirgjöf af kröfum stefnanda, nema að því er varðar kröfuna um tafarlausa greiðslu. Hafa verður í huga, að sáttin er aðfararhæf, sbr. 3. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Að því leyti, sem sáttin gerir skuldara kröfunnar mögulegt að efna skyldu sína án þess að til fullnustugerða komi, hlýtur hún að vera eftirsóknarverð fyrir báða aðila málsins. Þá má nefna, að bagaleg óvissa getur skapast við þá framkvæmd, sem nú rrkir, því að aðili máls, sem gert hefur sátt við lögmann gagnaðila, getur hvenær sem er búist við því, að sáttin verði dæmd ógild vegna umboðsskorts.53 Einnig má telja veigamikil þau rök, sem fyrr voru nefnd, að heimildir af þessum toga til handa málflutningsumboðsmanni séu til þess fallnar að flýta meðferð einkamála, en í sumum tilfellum gæti þurft að fresta þinghaldi í máli, til þess að lögmaður geti aflað umboðs skjólstæðings síns til sáttargerðarinnar. Einnig má hafa í huga, þótt gengið sé út frá að málflytjandi hafi ekki umboð til að lýsa því berum orðum yfir, að hann gefi eftir hluta dómkröfu eða hana í heild, að það getur leitt til sömu niðurstöðu, ef hann til dæmis rökstyður ekki kröfur skjólstæðings síns gegn þeim mótmælum, sem fram kunna að koma.54 Þannig hefur hann umboð aðilans til þess að fara með forræði á sakarefninu fyrir hans hönd. Samkvæmt framansögðu má telja eðlilega reglu, að málflutnings- umboðsmanni stefnanda sé heimilt að gera dómsátt, án sérstakrar heimildar umbjóðanda síns, svo framarlega sem allar kröfur stefnandans séu teknar til greina, en eftir atvikum væri stefnda veittur greiðslufrestur í stuttan tíma. 3.2.5 Eftirgjöf á kröfu, viðurkenning á kröfum gagnaðila, greiðslufrestur Málflytjandi er eingöngu umboðsmaður þeirra hagsmuna skjólstæðings, sem ágreiningur fyrir dómi snýr að. Sú staðreynd, að skjólstæðingur málflytjanda er eigandi þeirra réttinda, sem um er fjallað, markar að nokkru umfang heimilda hans. Þannig er talið, að málflutningsumboðsmanni sé óheimilt lýsa því yfir berum orðum, að hann gefi eftir af kröfum umbjóðanda síns.55 Um það má nefna H 1944 64, sem að vísu varðar ráðstöfun umboðsmanns utan réttar. 51 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45. 52 Markús Sigurbjörnsson, Einkamálaréttarfar, bls. 126, dregur ekki víðtækari ályktanir af H 1984 148. 53 Stefán Már Stefánsson: Réttarsáttir, bls. 42. 54 Markús Sigurbjömsson: Einkamáiaréttarfar, bls. 126. 55 Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111, Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.