Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 87
félagsmenn. Auk þess annast framkvæmdastjóri útgáfu fréttabréfs félagsins sem gefið er út nokkrum sinnum á ári. Framkvæmdastjóraskipti hafa verið tíð hjá félaginu á síðustu árum og urðu enn á starfsárinu. Helga Jónsdóttir lögfræðingur tók við starfi framkvæmda- stjóra 1. desember 1993 og lét af störfum í árslok 1994. Stjórn félagsins þakkar Helgu góð störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Stjórnin réð Brynhildi Flóvenz lögfræðing til framkvæmdastjórastarfa. Brynhildur hóf störf í byrjun þessa árs og annast þau verkefni sem stjóm felur henni fyrir félagið og Tímarit lögfræðinga. Stjórn félagsins þakkar Brynhildi góð störf í þágu félagsins og vonast til þess að félagið fái að njóta starfskrafta hennar enn um sinn. 5. Tímarit lögfræðinga Tímarit lögfræðinga kemur út reglulega fjórum sinnum á ári. Frá árinu 1994 hefur ritstjórn þess verið í öruggum höndum Friðgeirs Björnssonar dómstjóra. Stjórn félagsins þakkar Friðgeiri vel unnin störf í þágu tímaritsins og væntir góðs af áframhaldandi samstarfi enda hefur Friðgeir fallist á að halda áfram ritstjórn þess a.m.k. næsta ár. Fjárhagur tímaritsins stendur traustum fótum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú nýbreytni að greiða ritlaun fyrir fræðigreinar sem birtast í ritinu. Hefur það fyrirkomulag gefist vel og voru á starfsárinu að tillögu ritstjóra gerðar nokkrar breytingar á þeim reglum sem um þessar greiðslur gilda. A næstu vikum mun væntanlega ljúka ljósprentun eldri árganga tímaritsins sem nú eru orðnir ófáanlegir. Er þess því að vænta að innan tíðar muni félagsmönnum boðið að festa kaup á þessum ljósprentuðu árgöngum. Vegna þessarar ljósprentunar eldri árganga þurfti að finna birgðum tímaritsins nýtt geymsluhúsnæði þar sem geymsluhúsnæðið sem það hafði haft aðgang að hjá Lögmannafélagi Islands varð of lítið. Geymsluhúsnæði fékkst hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjóri tímaritsins fest kaup á hillum til að sem best fari um birgðirnar auk þess sem þær hafa verið vátryggðar. Af hálfu stjórnar hefur Kristín Briem haft með höndum framkvæmdastjórn Tímarits lögfræðinga og sinnt því af mikilli samviskusemi. Á henni hefur mætt óvenjumikið starf á þessu starfsári, m.a. vegna ljósprentunar og flutnings á birgðum. 6. Lögfræðingatal Lögfræðingatal 1736-1992 kom út haustið 1993 á vegum bókaútgáfunnar Iðunnar. í ritnefnd eru Garðar Gíslason hæstaréttardómari, formaður, Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri og Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri. Ritstjóri talsins var ráðinn Gunnlaugur Haraldsson. Lögfræðingafélag Islands keypti á sínum tíma höfundarétt að Lögfræðingatölum Agnars Kl. Jónssonar til að unnt yrði að ráðast í útgáfu nýs heildartals lögfræðinga. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.