Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 52
stefnda, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara, ef stefnandi mætir við þingfestingu máls. Ákvæðið í 2. málslið 1. mgr. 88. gr. hefur því eingöngu raunhæfa þýðingu í þeim tilvikum, þegar útivist verður af hálfu stefnda. Undir þeim kringumstæðum þarf dómari ekki að taka til athugunar, hvort lögmaður sá, er ritaði á stefnu, hafi haft til þess umboð. Reyndar er ekki áskilið í ákvæðinu, að viðkomandi lögmaður hafi yfirleitt haft heimild til að rita á stefnuna, eða að hann sé lögmaður stefnda. Slík háttsemi lögmanns gæti þó eftir atvikum bakað honum refsi- eða bótaábyrgð. Þá gæti stefndi væntanlega fengið endurupptöku málsins eftir reglum XXIII. kafla EML. I 93. gr. EML er fjallað um upphaf málshöfðunar. Segir þar, að mál teljist höfðað, þegar stefna er birt eða árituð um viðtöku samrits hennar, sbr. 3. mgr. 83. gr., eða stefndi mætir að öðrum kosti fyrir dómi, þar sem stefnandi afhendir honum samrit stefnu og þingfestir mál. Gengið er út frá því, að það falli innan málflutningsumboðs að samþykkja þingfestingu máls án stefnubirtingar, en í því sambandi hefur meðal annars verið horft til áðurnefnds H 1980 1232.31 Þar var sérstaklega vísað til þess, að tiltekinn lögfræðingur hefði ekki heimild til að mæta fyrir hönd þeirra I og H, þar sem hann hefði ekki málflutningsréttindi, né væri hann í þeim tengslum við stefndu, sem 1. mgr. 5. gr. MFL ráðgerir. Af því má væntanlega álykta, að hefði hann til dæmis verið í slíkum tengslum við stefndu, hefði honum, sem málflutningsumboðsmanni þein-a, verið heimilt að samþykkja þingfestingu málsins, þrátt fyrir galla á stefnubirtingu. Athuga ber, að samkvæmt 103. gr. eldri einkamálalaga nr. 85/1936, sem er hliðstæða núgildandi 93. gr. EML, var nauðsynlegt, að stefnandi málsins gerði kröfu um fyrirtöku málsins, og að stefndi lýsti sig þeirri kröfu samþykkan. Eftir núgildandi EML er hins vegar ekki gert ráð fyrir slíkri yfirlýsingu, heldur er samþykkið talið felast í því að vera viðstaddur þingfestingu málsins. Ekki verður séð, að þessi munur á eldri einkamálalögum og núgildandi EML breyti nokkru um það, sem hér er sagt um heimildir málflutningsumboðsmanns til þess að samþykkja þingfestingu máls án stefnubirtingar. I 91. gr. EML er fjallað um stefnufrest. Tilgangur reglna um stefnufrest er að gefa stefnda fyrirvara til að leggja mat á málstað sinn og eftir atvikum leggja drög að þingsókn. Þannig er fresturinn að öllu leyti settur stefnda til hagsbóta. Af þeim sökum er talið, að stefndi geti afsalað sér stefnufresti, og að þetta sé jafnframt rótin að þeirri reglu, sem fram kemur í 4. mgr. 83. gr. EML.32 Þar segir, að sæki stefndi þing, þá valdi það ekki frávísun, að stefnufrestur hafi verið of skammur. Telja verður, að stefndi geti með bindandi hætti afsalað sér stefnufresti í yfirlýsingu, sem rituð er á samrit stefnu, sbr. 3. mgr. 83. gr. Því til stuðnings má benda á, að í 2. mgr. 88. gr. segir, að sé yfirlýsing samkvæmt 3. mgr. 83. gr. ekki tímasett, skuli litið svo á, að stefndi hafi fallið með bindandi 31 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 32 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 215. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.