Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 42
gildi hér á landi árið 1732, sbr. skipun í opnu bréfi 2. maí 1732.3 Með tímanum urðu þó til margar og mikilsverðar réttarvenjur um meðferð einkamála, sem oft á tíðum voru ekki í fullu samræmi við NL. Ýmist var, að löggjafinn staðfesti venjur þessar berum orðum, eða almennt var gert ráð fyrir þeim og eftir þeim farið. Til dæmis var dómara samkvæmt NL skylt að afla gagna í hverju máli. Þetta breyttist svo fyrir venju, að dómarinn hætti að sinna þeirri skyldu sinni, og varð það undir aðilum máls kontið, hver gögn yrðu lögð fram og hvemig þau voru skýrð fyrir dómara. Þannig varð sú regla föst, sem almennt er byggt á í norrænum rétti, að aðilar máls hafi forræði á því sakarefni, sem í dóm er lagt. Regla af svipuðum toga er hin svokallaða „eventualmaksime“ eða útilokunar- reglan, þar sem aðila máls var skylt að koma fram með kröfur sínar, máls- ástæður og andmæli jafnskjótt og tilefni yrði til, en með því var vegið á móti því, að óhæfilegur dráttur yrði á málum. Reglur þessar, og aðrar grundvallar- reglur réttarfars, eru hingað komnar frá Danmörku og hafa síðan öðlast fastan sess í íslenskum rétti.4 Fyrir gildistöku laga nr. 85/1936 voru fá ákvæði í íslenskri löggjöf urn málflytjendur. Af slíkum reglum má til dæmis nefna, að samkvæmt 15. gr. tilskipunar frá 15. ágúst 1832, „viðvíkjandi réttargangsmátanum við undir- réttina á Islandi, í öðrum málum en þeim, sem viðvíkja illvirkja og opinberum pólitísökum“, var aðila máls rétt að senda einhvem „góðan mann í sinn stað, hvern hann á að setja í stand til að fremja sökina, sín vegna, eftir þar til gefinni fullmakt án þess neitt af háyfirvaldinu meðdeilt skikkunarbréf útheimtist þar til“. Talið var, að samkvæmt þessu væri aðila máls jafnvel heimilt að fela konu umboð til að flytja mál fyrir sig.5 Ef mál var rekið fyrir yfirdómi, og aðili ætlaði sér ekki að flytja mál sitt sjálfur, var honum heimilt að láta fjárhaldsmann sinn, frænda eða þjón fara með það, sbr. NL 1-9-14. í NL 1-4-20 sagði, að veitti maður málaflutningsmanni eða öðrum manni umboð til þess að sækja mál, þá sé sú stefna gild, er umboðsmaðurinn fær af hálfu andstæðingsins, svo sem umbjóðanda hefði sjálfum verið stefnt. Samkvæmt konungsúrskurði 19. mars 1858 skyldu jafnan vera tveir löglærðir menn fastir málflutningsmenn við landsyfirdóminn, og áttu þeir að hafa sama einkarétt til málflutnings þar, sem „annars ber málflutningsmönnum að lögum í konungsríkinu [þ.e. Dan- mörku]“.6 Ákvæði þetta virðist hafa gilt fram að setningu laga nr. 32/1905, þar sem sagði að ráðherra gæti veitt hverjum þeim leyfi til málflutnings fyrir yfirdómi, sem lokið hefði embættisprófi í lögum við Háskólann í Kaup- mannahöfn.7 Reglur þessar voru sundurlausar og fjölluðu aðeins um afmörkuð svið. í NL 1-9-13 sagði til dæmis, að fari málflutningsmaður út fyrir umboð sitt, 3 Alþingistíðindi 1935 A, bls. 926. 4 Alþingistíðindi 1935 A, bls. 926. 5 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 217. 6 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 221. 7 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 221. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.