Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 8
Um sambærilegan rétt kaupanda er og að ræða, þegar kaupandi riftir kaupum að hluta vegna þess, að hann fær ekki í hendur tiltekinn hluta heildar- greiðslunnar. Er þá skilyrði, að þann hluta, sem ekki var afhentur, sé, hvað magn varðar, unnt að greina frá heildargreiðslunni. Um það má deila, hvort rétt sé að kalla heimild af þessu tagi afsláttarheimild. Að öðru leyti á kaupandi ekki rétt til þess að krefjast afsláttar af því tilefni, að greiðsla er ekki innt af hendi.4 Stafar það af því, að oftast er erfitt, þegar um greiðsludrátt er að ræða, að meta verðrýrnun gagngjaldsins í ákveðnum hlutföllum. Rétturinn til þess að krefjast afsláttar er viðurkenndur í ýmsum öðrum samningssamböndum og vegna annarra vanefnda en þeirra, sem að framan greinir. Sjá nánar kafla 4. Er þá að sjálfsögðu skilyrði, að unnt sé að reikna afsláttinn út með líkum hætti og vegna galla í kaupum. Samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 36/1994, um húsaleigu, á leigjandi kröfu til hlutfallslegrar lækkunar á leigu, meðan ekki hefur verið bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði. I 2. mgr. 16. gr. laga nr. 20/1954, um vátryggingarsamninga, er sérregla, sem mælir fyrir um rétt vátryggingarfélags til iðgjalds, þegar samningur fellur úr gildi af öðrum ástæðum en þeim, sem um ræðir í 1. mgr. 16. gr. A félagið þá rétt á þeim hluta iðgjaldsins, er samsvarar tímanum fram til þess, að samningurinn féll úr gildi. Einnig er viðurkennt, að í ólögfestum tilvikum getur verið um að ræða heimild til þess að krefjast afsláttar, t.d. í verk-og vinnusamningum.5 Þó verður að hafa í huga, að tæpast verður talið, að fyrir hendi sé almenn regla, sem veiti rétt til afsláttar í öllum vanefndatilvikum. Jafnvel í kaupum er ekki alltaf fyrir hendi réttur til að krefjast afsláttar. Beita verður ákveðinni varfæmi, þegar þeim tilvikum sleppir, þar sem afsláttarúrræðið styðst við skýra heimild. I hinum almenna hluta kröfuréttarins verður ekki gengið lengra en segja, að afsláttur sé vanefndaúrræði, sem beitt verður í vissum tilvikum, en ekki öllum. Um tilvist afsláttarheimildar og um hin nánari skilyrði fyrir beitingu afsláttar verður því að vísa til umtjöllunar um hinar einstöku samningstegundir.6 Mismunandi viðhorf hafa komið fram um það, hvert sé eðli afsláttar- heimildarinnar. Sumir, og þá einkum eldri höfundar, hafa skilgreint afslátt sem riftun samnings að hluta. Byggir sú skilgreining á aðgreiningu riftunar í riftun samnings að fullu og riftun samnings að hluta. Við riftun samnings að fullu sé það skilyrði, að vanefnd sé veruleg. Greiðslur gangi til baka og niðurstaðan verði hin sama og hefði samningur aldrei verið gerður. Sé vanefnd ekki veruleg, verði samningi ekki rift í heild sinni, en slík minni háttar vanefnd geti veitt heimild til að rifta samning að nokkrum hluta. Eigi þetta sér einkum stað, þegar 4 Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 104; Mads Bryde Andersen: Praktisk Aftaleret, bls. 284. 5 Sjá nánar Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 129-130 og Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 104-105. Sjá einnig Páll Sigurðsson: Verksamningar, meginreglur íslensks verktakaréttar. Reykjavík 1991, bls. 141 og 179. 6 Sjá nánar Carl Jacob Arnholm: Almindelig obligasjonsrett. bls. 290. 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.