Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 53
hætti frá stefnufresti. Þar sem 2. mgr. 88. gr. gerir ekki greinarmun á yfir- lýsingu, sem stafar frá stefnda sjálfum eða lögmanni hans, þykir mega ganga út frá því sem vísu, að lögmaður geti, með sama hætti og aðilinn sjálfur, fallið frá stefnufresti með bindandi hætti fyrir hönd stefnda. Nefna má, að í 161. gr. dönsku réttarfarslaganna segir, að hafi aðili máls fengið lögmann til að gæta hagsmuna sinna við málareksturinn, sé heimilt að birta lögmanninum stefnuna, en regla þessi er mun víðtækari en sú, sem felst í 3. mgr. 83. gr. EML. Þá er einnig talið í dönskum rétti, að í umboði lögmanns felist heimild til að falla frá stefnufresti. 3.2.2.2 Áfrýjunarstefna Talið hefur verið, að það falli almennt utan umboðs málflutnings- umboðsmanns að taka við birtingu áfrýjunarstefnu.33 Á því er eftirfarandi dómur Hæstaréttar byggður. H 1977 45 Ó áfrýjaði héraðsdómi í máli, sem lögmaðurinn H hafði höfðað gegn honum fyrir hönd erlends aðila, G. í dómi Hæstaréttar segir, að áfrýjunarstefna Ó hafi verið gefin út á hendur H fyrir hönd G. Við þingfestingu málsins í Hæstarétti hafi H komið fyrir dóm og lýst því yfir, að hann hefði ekki umboð til að taka við áfrýjunarstefnu í málinu. Þetta hafi hann áréttað síðar í bréfi til Hæstaréttar. Gegn eindregnum andmælum H þóttu áfrýjendur ekki hafa sannað, að hann hefði haft umboð frá G til að taka við áfrýjunarstefnu, en eigi varð talið að slíkt felist í almennu málflutningsumboði hans. Þar sem áfrýjunarstefnan í málinu var ekki löglega birt, var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Ákvæði 1. nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands geyma ekki reglur um það hvar og fyrir hverjum megi birta áfrýjunarstefnu. Samkvæmt 58. gr. þeirra laga skal beita meginreglum laga um meðferð mála í héraði í Hæstarétti, eftir því sem við á, enda sé ekki mælt á annan veg í lögum. I framangreindum dómi er gengið út frá því, að það felist ekki í málflutningsumboði að taka við birtingu áfrýjunar- stefnu. Sú niðurstaða var í samræmi við þágildandi lög um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936, en eins og áður sagði, var ekki gert ráð fyrir því í þeim lögum, að slík heimild væri fyrir hendi. I 5. mgr. 155. gr. núgildandi EML segir, að ákvæði laganna um stefnubirtingu gildi um birtingu áfrýjunarstefnu og stefnufrest. Þannig má leiða líkur að því, að réttarstaðan hafi breyst með gildistöku núgildandi EML. Samkvæmt þessu er lögmanni heimilt að taka við birtingu áfrýjunarstefnu með því að rita undir yfirlýsingu á stefnu um, að samrit hennar hafi verið afhent sér og stefndi hafi falið honum að sækja þing fyrir sig við þingfestingu málsins. Þess ber þó að geta, að EML leiddu til þess eins, að lögmaður gat staðfest lögmæti birtingar áfrýjunarstefnu með áritun, en birting 33 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111 og Markús Sig- urbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.