Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 53
hætti frá stefnufresti. Þar sem 2. mgr. 88. gr. gerir ekki greinarmun á yfir-
lýsingu, sem stafar frá stefnda sjálfum eða lögmanni hans, þykir mega ganga út
frá því sem vísu, að lögmaður geti, með sama hætti og aðilinn sjálfur, fallið frá
stefnufresti með bindandi hætti fyrir hönd stefnda.
Nefna má, að í 161. gr. dönsku réttarfarslaganna segir, að hafi aðili máls
fengið lögmann til að gæta hagsmuna sinna við málareksturinn, sé heimilt að
birta lögmanninum stefnuna, en regla þessi er mun víðtækari en sú, sem felst í
3. mgr. 83. gr. EML. Þá er einnig talið í dönskum rétti, að í umboði lögmanns
felist heimild til að falla frá stefnufresti.
3.2.2.2 Áfrýjunarstefna
Talið hefur verið, að það falli almennt utan umboðs málflutnings-
umboðsmanns að taka við birtingu áfrýjunarstefnu.33 Á því er eftirfarandi
dómur Hæstaréttar byggður.
H 1977 45
Ó áfrýjaði héraðsdómi í máli, sem lögmaðurinn H hafði höfðað gegn honum
fyrir hönd erlends aðila, G. í dómi Hæstaréttar segir, að áfrýjunarstefna Ó hafi
verið gefin út á hendur H fyrir hönd G. Við þingfestingu málsins í Hæstarétti
hafi H komið fyrir dóm og lýst því yfir, að hann hefði ekki umboð til að taka
við áfrýjunarstefnu í málinu. Þetta hafi hann áréttað síðar í bréfi til Hæstaréttar.
Gegn eindregnum andmælum H þóttu áfrýjendur ekki hafa sannað, að hann
hefði haft umboð frá G til að taka við áfrýjunarstefnu, en eigi varð talið að slíkt
felist í almennu málflutningsumboði hans. Þar sem áfrýjunarstefnan í málinu
var ekki löglega birt, var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti.
Ákvæði 1. nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands geyma ekki reglur um það hvar
og fyrir hverjum megi birta áfrýjunarstefnu. Samkvæmt 58. gr. þeirra laga skal
beita meginreglum laga um meðferð mála í héraði í Hæstarétti, eftir því sem við
á, enda sé ekki mælt á annan veg í lögum. I framangreindum dómi er gengið út
frá því, að það felist ekki í málflutningsumboði að taka við birtingu áfrýjunar-
stefnu. Sú niðurstaða var í samræmi við þágildandi lög um meðferð einkamála
í héraði nr. 85/1936, en eins og áður sagði, var ekki gert ráð fyrir því í þeim
lögum, að slík heimild væri fyrir hendi. I 5. mgr. 155. gr. núgildandi EML segir,
að ákvæði laganna um stefnubirtingu gildi um birtingu áfrýjunarstefnu og
stefnufrest. Þannig má leiða líkur að því, að réttarstaðan hafi breyst með
gildistöku núgildandi EML. Samkvæmt þessu er lögmanni heimilt að taka við
birtingu áfrýjunarstefnu með því að rita undir yfirlýsingu á stefnu um, að samrit
hennar hafi verið afhent sér og stefndi hafi falið honum að sækja þing fyrir sig
við þingfestingu málsins. Þess ber þó að geta, að EML leiddu til þess eins, að
lögmaður gat staðfest lögmæti birtingar áfrýjunarstefnu með áritun, en birting
33 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111 og Markús Sig-
urbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125.
203