Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 70

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 70
dómi, sbr. 3. tl. 1. mgr. 47. gr. norsku laganna og 5. tl. 14. gr. XII. kafla þeirra sænsku. I Danmörku hafa þó verið uppi vangaveltur um, hvort málflytjandi geti að eigin frumkvæði krafist greiðslu málskostnaðar, enda gæti hann haft sérstaka hagsmuni af því.72 Nefnt er, að orð 63. gr. KU 1877 útiloki ekki, að málflytjandi hafi þessa heimild, enda sé þar talað um „det tild0mte“, og allt eins hægt að líta svo á, að með því sé átt við dæmda fjárhæð án málskostnaðar. Varla verður á slík viðhorf fallist. Ljóst er, að það er aðeins aðili málsins, sem nýtur réttar samkvæmt dómsorði, þar með talið til greiðslu málskostnaðar.73 Þó svo að algengt sé í framkvæmd, að málflytjandi fái greidda þóknun í samræmi við dæmdan málskostnað, er ekki sjálfgefið að honum beri sá kostnaður allur.74 Fjárhæð þóknunar ræðst af samkomulagi málflytjanda og umbjóðanda hans. Ef slfkt samkomulag liggur ekki fyrir, má telja líMegt, að dæmdur málskostnaður verði hafður til hliðsjónar við ákvörðun á endurgjaldi til umbjóðandans, en það veitir málflytjanda ekki sjálfstæðan rétt til þess að krefjast greiðslu hans úr hendi dómþola. Enn má nefna, að málflytjandi gæti ekki krafist aðfarar til fullnustu kröfu sinni um málskostnað sér til handa, sbr. gagnályktun frá 2. gr. aðfararlaga. Þess má geta, að samkvæmt sænskum réttarfarslögum hefur málflytjandi heimild til að krefja dómþola sjálfstætt um greiðslu málskostnaðar, sbr. 7. tl. 14. gr. XII. kafla sænsku réttarfarslaganna, og sams konar ákvæði er í 3. tl. 1. mgr. 47. gr. norsku réttarfarslaganna. 3.2.10 Endurupptaka máls í 157. gr. EML segir, að í tilteknum tilvikum geti Hæstiréttur, eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni um, að mál verði endurupptekið í héraði. Þá eru sérstakar reglur í XXII. kafla um endurupptöku útivistarmáls í héraði. Sú spurning vaknar hér, hvort málflutningsumboðsmaður, sem fengið hefur umboð til flutnings máls í héraði, geti án sérstakra fyrirmæla frá umbjóðanda sínum óskað eftir endurupptöku máls. Gera má ráð fyrir því, að sama regla eigi við hér og við áfrýjun máls, að málflutningsumboð viðkomandi umboðsmanns falli almennt niður, þegar meðferð fyrir héraðsdómi er lokið. Því má ætla, að málflutningsumboðsmaður þurfi að afla sér sérstakrar heimildar frá umbjóðanda sínum til þess að krefjast endurupptöku máls. 3.3 Takmörkun eða rýmkun á málflutningsumboði Reglur MFL unt málflutningsumboð eru frávíkjanlegar. Þannig getur umbjóðandi gefið umboðsmanni sínum sérstök fyrirmæli og bundið hendur hans um atriði, sem annars hefðu fallið innan marka heimilda hans í skjóli 73 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II.. bls. 54. 74 Petersen: Indledning til sagforergerningen I., bls. 90. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.