Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 16
greiðslur og ýmsar aðrar tegundarlega ákveðnar greiðslur.35 Ef greiðsla verður ekki lækkuð í réttu hlutfalli við galla eða aðra þá vanefnd, sem um er að ræða, þá verður afslætti ekki beitt. Þetta á við, ef skipst er á tveimur einstaklega ákveðnum greiðslum, t.d. tveimur hestum svo eitthvert dæmi sé nefnt.36 4. BEITING AFSLÁTTARHEIMILDAR í EINSTAKA SAMNINGS- TEGUNDUM 4.1 Almennt Eins og áður segir, er heimilt að krefjast afsláttar í fleiri tilvikum en í lausa- fjárkaupum einum. Sömu meginsjónarmið eiga í meginatriðum við í slíkum tilvikum, m.a. varðandi ákvörðun um tjárhæð afsláttar, t.d. í fasteignakaupum, þótt þar hafi að vísu tíðkast frjálslegri aðferðir við ákvörðun afsláttarfjárhæðar. 4.2 Lausafjárkaup í 42. og 43. gr. kpl. er kaupanda heimilað að krefjast afsláttar í tilefni galla á hinu selda. Er sú heimild að meginstefnu til óháð því, hvort mikið eða lítið kveður að galla. Stundum hefur þó verið talið, að strangari kröfur verði að gera, þegar um sölu skipa eða notaðra lausafjármuna er að ræða. Kaupandi getur krafist afsláttar í tilefni af vanheimild seljanda eftir svipuðum reglum og eiga við um galla, enda þótt slrkra úrræða sé ekki getið í kaupa- lögunum. Greiðsludráttur í lausafjárkaupum getur að jafnaði ekki heimilað beitingu afsláttar. Sjá nánar kafla 1 og til athugunar H 1994 1839 (Ingólfur Óskarsson). Þar er til þess vitnað, að kaupendur sportvöruverslunar reisi kröfur sínar í málinu meðal annars á því, að beinlínis hafi um samist milli þeirra og Ingólfs Óskarssonar (seljanda), að hinn síðarnefndi skyldi tryggja verslun þeirri, sem hann seldi kaupendum, kaup á svonefndum Puma-íþróttavörum, en Ingólfur hafi selt þær í heildsölu á þessum tíma og hugðist gera það áfram. Sala á þessum vörum hafi verið veigamikill þáttur í rekstri verslunarinnar. Hafi Ingólfur fyrir dómi staðfest framburð kaupenda að þessu leyti. Ingólfur hafi hins vegar misst heildsöluumboðið fyrir þessar vörur um líkt leyti og kaup um verslun hans voru gerð og gat því ekki efnt loforð sitt um þetta. Hafi kaupendur borið, að þetta hafi valdið tímabundnum erfiðleikum í rekstri verslunarinnar, og verði sá framburður þeirra lagður til grundvallar dómi. Þættu þeir af þessari 35 Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 131; Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett. bls. 286. 36 Sjá nánar Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 104-105. Hann bendir á, að þegar eigin greiðslu verður ekki skipt, verði að ná fram sömu niðurstöðu eftir öðmm leiðum. Þegar um skipti er að ræða, er í Þýskalandi talið, að sá, sem á rétt til afsláttar, geti krafist tilsvarandi fjárhæðar úr hendi viðsemjanda síns, sbr. BGB § 473. Ussing telur, að í dönskum rétti megi a.m.k. leggja til grundvallar, að ámóta stóra galla á greiðslum beggja samningsaðila megi jafna út. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.