Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 46
umboðsmenn þurfa hins vegar að vera við því búnir að sýna fram á umboð sitt, sbr. 20. gr. MFL, en í því efni er skrifleg yfirlýsing nærtæk leið. Slíkt er þó alls engin nauðsyn, heldur myndi munnleg yfirlýsing aðila fyrir dómi eða sönnun með öðrum óyggjandi hætti þjóna sama tilgangi.17 Um sönnunarreglur MFL verður nánar rætt síðar. Þess nrá geta hér, að samkvæmt 8. gr. XII. kafla sænsku réttarfarslaganna, Ráttergangsbalken frá 1942, verður aðili að færa sönnur að málflutningsumboði málflytjanda síns með munnlegri yfirlýsingu fyrir dómi eða með skriflegri yfirlýsingu.18 Sama regla gildir í norskum rétti um aðra málflutnings-umboðs- menn en lögmenn, sbr. 46. gr. norsku réttarfarslaganna, Tvistemáls-loven, nr. 6 frá 1915. Þegar lögmaður kemur fram fyrir hönd manns í erindagjörðum utan dómþings, fer eftir atvikum hvort skriflegs urnboðs er þörf, en 1. mgr. 4. gr. MFL tekur ekki til þeirrar aðstöðu. Til dæmis er skriflegt umboð nauðsynlegt, ef færa á skjal, sem varðar ráðstöfun yfir fasteign, í þinglýsingabók, sbr. 24. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. í umfjöllun um samningarétt er talið, að maður, sem býður þjónustu sína fram í atvinnuskyni fyrir almenning, sé iðulega skyldur til að veita þá þjónustu hverjum þeim sem til hans leitar, svo fremi sem brýnar málefnalegar ástæður mæli því ekki á móti. Einkum þykir það eiga við, þegar starfsemi viðkomanda er rekin í skjóli opinberrar leyfisveitingar eða þegar þjónustuaðilinn hefur einokunaraðstöðu í einni eða annarri mynd.19 Þó er talið að annað geti átt við um vissar tegundir þjónustustarfsemi, sem eru sérgreindar og persónulegs eðlis og það jafnvel, þótt starfsemin sé rekin í skjóli opinberrar leyfisveitingar.20 Lögmanni er ekki skylt að taka að sér flutning einkamáls, sbr. 1. mgr. 13. gr. MFL og niðurlagsákvæði 1. mgr. 18. gr. Þá segir í 3. mgr. 3. gr. siðareglna Lögmannafélags íslands, að lögmaður ráði því sjálfur hvort hann taki að sér verk eða ekki, nema lög bjóði annað. Þrátt fyrir þetta er talið, að samtök lögmanna á þeim stöðum, sem sérréttindi þeirra taka til, um að taka ekki að sér málflutning fyrir mann, geti verið ólögmæt neitun um viðskipti.21 Hæstaréttarlögmönnum er skylt að hafa skrifstofu sína innan lögsagnar- umdæmis þess, þar sem þeir eru búsettir, eða þar í grennd, sbr. 1. mgr. 12. gr. MFL, en slík skylda er þó ekki lögð á héraðsdómslögmenn. Talið er hugsanlegt, að hæstaréttarlögmanni sé að jafnaði skylt að veita mönnum, sem þess æskja, viðtöl á skrifstofu sinni og að sama gæti átt við um þá héraðsdómslögmenn, sem hafa opna skrifstofu. Þó er tekið fram, að slfk skylda til hagsmunagæslu utan réttar næði varla lengra en til almennrar ráðleggingastarfsemi og annarrar 17 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 124. 18 Pedersen: Indledning til sagforergerningen I., bls. 83. 19 Ussing: Aftaler. bls. 98-99 og Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 111-112. 20 Páll Sigurðsson: Samningaréttur. bls. 113. 2! Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 114. 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.