Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 46
umboðsmenn þurfa hins vegar að vera við því búnir að sýna fram á umboð sitt,
sbr. 20. gr. MFL, en í því efni er skrifleg yfirlýsing nærtæk leið. Slíkt er þó alls
engin nauðsyn, heldur myndi munnleg yfirlýsing aðila fyrir dómi eða sönnun
með öðrum óyggjandi hætti þjóna sama tilgangi.17 Um sönnunarreglur MFL
verður nánar rætt síðar.
Þess nrá geta hér, að samkvæmt 8. gr. XII. kafla sænsku réttarfarslaganna,
Ráttergangsbalken frá 1942, verður aðili að færa sönnur að málflutningsumboði
málflytjanda síns með munnlegri yfirlýsingu fyrir dómi eða með skriflegri
yfirlýsingu.18 Sama regla gildir í norskum rétti um aðra málflutnings-umboðs-
menn en lögmenn, sbr. 46. gr. norsku réttarfarslaganna, Tvistemáls-loven, nr. 6
frá 1915.
Þegar lögmaður kemur fram fyrir hönd manns í erindagjörðum utan
dómþings, fer eftir atvikum hvort skriflegs urnboðs er þörf, en 1. mgr. 4. gr.
MFL tekur ekki til þeirrar aðstöðu. Til dæmis er skriflegt umboð nauðsynlegt,
ef færa á skjal, sem varðar ráðstöfun yfir fasteign, í þinglýsingabók, sbr. 24. gr.
þinglýsingalaga nr. 39/1978.
í umfjöllun um samningarétt er talið, að maður, sem býður þjónustu sína fram
í atvinnuskyni fyrir almenning, sé iðulega skyldur til að veita þá þjónustu
hverjum þeim sem til hans leitar, svo fremi sem brýnar málefnalegar ástæður
mæli því ekki á móti. Einkum þykir það eiga við, þegar starfsemi viðkomanda
er rekin í skjóli opinberrar leyfisveitingar eða þegar þjónustuaðilinn hefur
einokunaraðstöðu í einni eða annarri mynd.19 Þó er talið að annað geti átt við
um vissar tegundir þjónustustarfsemi, sem eru sérgreindar og persónulegs eðlis
og það jafnvel, þótt starfsemin sé rekin í skjóli opinberrar leyfisveitingar.20
Lögmanni er ekki skylt að taka að sér flutning einkamáls, sbr. 1. mgr. 13. gr.
MFL og niðurlagsákvæði 1. mgr. 18. gr. Þá segir í 3. mgr. 3. gr. siðareglna
Lögmannafélags íslands, að lögmaður ráði því sjálfur hvort hann taki að sér
verk eða ekki, nema lög bjóði annað. Þrátt fyrir þetta er talið, að samtök
lögmanna á þeim stöðum, sem sérréttindi þeirra taka til, um að taka ekki að sér
málflutning fyrir mann, geti verið ólögmæt neitun um viðskipti.21
Hæstaréttarlögmönnum er skylt að hafa skrifstofu sína innan lögsagnar-
umdæmis þess, þar sem þeir eru búsettir, eða þar í grennd, sbr. 1. mgr. 12. gr.
MFL, en slík skylda er þó ekki lögð á héraðsdómslögmenn. Talið er hugsanlegt,
að hæstaréttarlögmanni sé að jafnaði skylt að veita mönnum, sem þess æskja,
viðtöl á skrifstofu sinni og að sama gæti átt við um þá héraðsdómslögmenn,
sem hafa opna skrifstofu. Þó er tekið fram, að slfk skylda til hagsmunagæslu
utan réttar næði varla lengra en til almennrar ráðleggingastarfsemi og annarrar
17 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 124.
18 Pedersen: Indledning til sagforergerningen I., bls. 83.
19 Ussing: Aftaler. bls. 98-99 og Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 111-112.
20 Páll Sigurðsson: Samningaréttur. bls. 113.
2! Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 114.
196