Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 47
venjubundinnar lögmannsþjónustu, svo sem skjalagerðar. Þá er því einnig haldið fram, að skyldan geti verið rýmri í þeim tilvikum, þar sem lögmenn starfa í dreifbýli og hafa þannig nánast einokunaraðstöðu.22 Draga má í efa, að þetta fái staðist. I fyrsta lagi er erfitt að hugsa sér, hvemig slikri reglu yrði framfylgt. Þannig má telja ólíklegt, að lögmaður, sem ekki vill taka að sér að vinna tiltekið starf í þágu einstaklings eða lögaðila, yrði með dómi beittur dagsektum í því skyni að knýja hann til starfans. I öðru lagi er ástæða þess, að lögmaður neitar að veita tiltekna þjónustu, oft sú, að það er mat hans, að tiltekin hagsmunagæsla sé ekki ómaksins virði vegna þess að verkbeiðandi hefur bágan málstað, eða að ekki svari kostnaði að leggja vinnu í málið. Við það mat verður að sitja. í þriðja lagi má geta þess, að lögmenn hafa ekki sérréttindi til þeirra verka, sem hér er um rætt, heldur er hverjum sem er heimilt að veita lögfræði- lega ráðgjöf eða aðstoð við skjalagerð. Því er óeðlilegt, að lögmenn verði skyldaðir til þess, öðrum fremur, að inna þessa þjónustu af hendi. I fjórða lagi verður að teljast hæpið, að skylda til samningsgerðar geti verið rýmri, þar sem lögmenn starfa í dreifbýli. Þótt þeir geri það, verður ekki sagt, að þeir hafi „einokunaraðstöðu", enda er hverjum manni heimilt að kaupa þjónustu lögmanns, án tillits til þess hvar á landinu hann hefur starfsstofu. 3.2 Heimildir niálflutningsumboðsmanns 3.2.1 Almennt í þessum kafla verður því lýst í einstökum atriðum, hvert efni umboðs málflutningsumboðsmanns er samkvæmt íslenskum rétti. Líkt og með umboðs- reglur á öðrum vettvangi, eru fyrirmæli umbjóðanda til umboðsmanns grund- vallaratriði, þegar umfang umboðsins er afmarkað. Síðar verður vikið að því hvort og með hvaða hætti umbjóðandi getur takmarkað heimildir málflutnings- umboðsmanns. í þeirri umfjöllun, sem hér fer á eftir, verður hins vegar miðað við það, að slík takmörkun hafi ekki verið gerð, né heldur, að umbjóðandi hafi veitt umboðsmanni sínum víðtækari heimildir en almennt gerist. Með öðrum orðum verður gengið út frá því, að umbjóðandi hafi ekkert tekið fram um efni umboðsins, þegar hann fól umboðsmanni að ráðstafa hagsmunum sínum. I 2. mgr. 4. gr. MFL segir, að í málflutningsumboði felist, nema öðruvísi sé mælt, heimild til að framkvæma sérhvað það, sem venjulegt er, til flutnings máls fyrir dómi. Eins og orð þessi bera með sér, hefur ákvæðið ekki neitt ákveðið eða áþreifanlegt inntak, sem er unnt að lýsa með tæmandi upptalningu á einstaka aðgerðum, sem falla innan marka reglunnar, heldur skírskotar það þvert á móti til ríkjandi venja og hefða á hverjum tíma, þannig að úr ófyrirséðum atriðum verður að leysa, eins og atvik gefa tilefni til hverju sinni.23 Líklegt má telja, að lögmenn hafi almennt tilhneigingu til að túlka mál- flutningsumboð sitt og stöðuumboð að öðru leyti fremur rúmt.24 Reyndar er 22 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 114. 23 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 24 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.