Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 86

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 86
3. Fjölskylduskemmtanir A síðari árum hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að breikka starfsemi félagsins. Bryddað hefur verið upp á nýjungum sem ná bæði til lögfræðinga og fjölskyldna þeirra. Þannig hefur Lögfræðingafélag Islands í samvinnu við lögmannafélagið gengist fyrir árlegum jólafagnaði fyrir böm og barnabörn félagsmanna. Loks hefur nokkrum sinnum verið boðið til vorferðar á vegum félagsins. Arleg jólatrésskemmtun Lögmannafélags Islands og Lögfræðingafélags Islands var haldin milli jóla og nýárs og var hún fjölsótt að venju. Hinn 27. maí 1995 var farið í fjölskylduferð um Reykjanes undir ömggri leiðsögn Jóns Böðvarssonar ritstjóra. Var ferðin hin fróðlegasta enda hafði Jón frá mörgu skemmtilegu að segja um svæðið. Er óhætt að segja að hann hafi opnað þátttakendum nýja sýn á Reykjanesið, stórbrotna náttúrufegurð þess, mannlíf og sögu. Þátttakendur í ferðinni voru 20 talsins á öllum aldri. 4. Skrifstofa Lögfræðingafélags íslands og framkvæmdastjórn Fyrir nokkrum árum fékk Lögfræðingafélagið húsnæðisaðstöðu hjá Lög- mannafélagi Islands. Þótt aðstaðan væri lítil hefur hún skipt sköpum fyrir margvíslega starfsemi félagsins og framkvæmdastjóra. Auk þess hafa birgðir Tímarits lögfræðinga af eldri árgöngum fengið inni í geymsluhúsnæði á vegum lögmannafélagsins þar til á þessu starfsári. Lögmannafélag Islands réðst í breytingar og stækkun á húsnæði sínu í lok ársins 1994 og byrjun árs 1995. I kjölfar þeirra breytinga fékk lögfræðinga- félagið til umráða stærri og betri aðstöðu en áður. Lögfræðingafélagið hefur nú skrifstofuaðstöðu í annarri af tveimur skrif- stofum sem lögmannafélagið hefur fyrir Lögmannavakt sína. I tengslum við þessar breytingar á húsnæði var ráðist í húsgagnakaup til að búnaður skrif- stofunnar yrði sem bestur auk þess sem tölvubúnaður var endurnýjaður. Öll starfsaðstaða félagsins er nú orðin til mikillar fyrirmyndar og með þeim hætti að unnt er að hrinda í framkvæmd ýmsum hugmyndum um aukna starfsemi sem hingað til hafa strandað á húsnæðisþrengslum. Stjórn Lögfræðingafélags Islands kann Lögmannafélagi Islands bestu þakkir fyrir mikla velvild sem félagið hefur sýnt starfsemi lögfræðingafélagsins á liðnum árum. Aðstaða sú sem lögmannafélagið hefur látið félaginu í té hefur hingað til verið endurgjaldslaus. Nú þegar aðstaða félagsins hjá lögmanna- félaginu er orðin svo glæsileg sem raun ber vitni er þess að vænta að formlegt samkomulag verði gert milli félaganna um greiðslu fyrir afnot af húsnæði auk aðgangs að ýmsum skrifstofubúnaði, einkum ljósritun. Lögfræðingafélagið réð í fyrsta sinn fastan starfsmann árið 1988. Fram- kvæmdastjóri félagsins sinnir í 25% starfi framkvæmdastjórn fyrir félagið og margvíslegri sýslan fyrir það og Tímarit lögfræðinga. Framkvæmdastjóri er á skrifstofu félagsins einn morgun í viku til hagræðis og þjónustuauka fyrir 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.