Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 17
ástæðu eiga rétt til afsláttar úr hendi seljanda, sem teldist hæfilega ákveðinn 200.000 krónur. Að öðru leyti hefði kaupendum ekki tekist að sýna fram á, að þeir ættu rétt til afsláttar eða skaðabóta úr hendi seljanda vegna viðskipta þeirra. Um ákvörðun fjárhæðar afsláttar í lausafjárkaupum vísast til kafla 5. 4.3 Fasteignakaup Því sjónarmiði hefur verið hreyft, að skilyrði heimildar til þess að krefjast afsláttar í fasteignakaupum séu þrengri en í lausfjárkaupum. í því er talið felast, að fyrir hendi verði að vera meiri háttar frávik í gæðum hins selda, svo afsláttar verði krafist. Ef galli er mjög óverulegur í samanburði við kaupverðið, þýðir þetta, að kröfu um afslátt er hafnað. Galli er þá talinn vera innan þeirra marka, sem kaupandi verður að sætta sig við, þegar hann kaupir notað húsnæði.37 Sjá til athugunar H 1994 2255 (Fannafold), þar sem segir: „í matsgerð dómkvaddra matsmanna er talið, að annmarki á þakkanti teljist einkum vera útlitsgalli. Leggja þeir til, að þakkanturinn verði hækkaður um 4 cm til að ráða bót á þessu. Ekki verður fallist á með áfrýjendum, að hér hafi verið um leyndan galla að ræða, sem stefndi beri ábyrgð á, en þakkanturinn var í samræmi við samþykktar byggingamefndarteikningar. Verður því ekki fallist á kröfur áfrýjenda að þessu leyti“. Sjá einnig til athugunar H 1994 1421 (Langamýri): „Gagnáfrýjanda var ljóst, af hverju lekinn í gluggum stafaði og að þama var um tiltölulega einfalt verk að ræða, sem iðnaðarmenn, sem voru að vinna í húsinu á hans vegum, gátu hæglega lokið ... Leitt er í ljós, að nauðsyn hafi borið til að endurbæta lítillega neglingu á þaki“. Þó hefur verið talið, að skilyrði afsláttar séu rýmri, ef seljandi vissi eða mátti vita um gallann, en hirti ekki um að skýra kaupanda frá gallanum. Sjá H 1993 839 (Safamýri) og til athugunar H 1983 2148 (ísafjörður). Þá hefur verið talið, að um rýmri heimildir til þess að krefjast afsláttar sé að ræða, ef sala er liður í atvinnustarfsemi seljanda, eða þegar gallann er að rekja til verks, sem seljandinn hefur látið vinna. Sjá H 1985 1284 (Fremri-Nýpur) og H 1995 1401 (Bakkahlíð). í hinum seinni dómi segir m.a. svo: „Aðaláfrýjandi reisti sjálfur umrætt hús ... Annmarkar á jarðvatnslögn og sökkulveggjum hússins voru með þeim hætti, að gagnáfrýjendur þurftu ekki að búast við slíku. Að því virtu, sem að framan greinir, þykja gagnáfrýjendur eiga rétt til afsláttar af kaupverði því, er þau guldu aðaláfrýjanda og ætla verður, að hafi verið nálægt markaðsverði slíkra eigna á þeim tíma“. Afsláttur er vanefndaúrræði, sem tiltölulega auðvelt er að beita í lausa- fjárkaupum. Það getur hins vegar verið ýmsum annmörkum bundið að beita því vanefndaúrræði í öðrum samningstegundum, t.d. í fasteignakaupum. Verður nánar vikið að því atriði í kafla 7 hér á eftir. 37 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 131; Anders Vinding Kruse: K0bsretten, bls. 124 og sami höfundur: Ejendomskðb, bls. 124; Carl Jacob Arnholm: Aimindelig Obligasjonsret. bls. 290. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.