Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 30
lausafjárkaupum. Seljandi fasteignar getur því yfirleitt ekki reiknað afslátt eða möguleika á afslætti inn í kaupverðið. Af þessu leiðir, að beita verður afsláttarheimildinni með meiri varúð í fasteignakaupum, nema þar sem seljand- inn hefur atvinnu af því að byggja eða selja fasteignir. Hins vegar verður ekki talið, að þessi rök leiði til þess, að afsláttarúrræðinu verði hafnað í fasteigna- kaupum.60 I þriðja lagi má vísa til forsendusjónarmiða. Er þá einkum haft í huga, að seljandinn hefði e.t.v. ekki selt eignina með gallanum fyrir afsláttarverðið. Er þar um að ræða forsendu af hálfu seljanda, sem kaupanda má vera kunnugt um. Afsláttur í þessu tilliti þýðir þá ákveðinn forsendubrest fyrir seljanda. Því er eðlilegt gagnvart seljanda að beita heimildinni með varúð.61 Til mótvægis við þetta sjónarmið hafa aðrir bent á, að með sama hætti rnegi tala um forsendubrest af hálfu kaupanda, því þegar söluhlutur sé haldinn galla, bresti sú forsenda kaupanda fyrir kaupunum að fá gallalausa eign fyrir umsamið kaupverð. Ef gæðafrávikin séu meiri en svo, að kaupandi verði að þola þau bótalaust, sé sanngirnismál, að kaupandi fái afslátt af kaupverði, því engan veginn sé víst, að skilyrðum skaðabóta sé fullnægt og riftun leiði oft til mikillar röskunar á hagsmunum hans. Því yrðu hagsmunir þess kaupanda, sem vill halda eign þrátt fyrir galla, verulega skertir, ef afsláttarheimildin yrði afnumin.62 I fjórða lagi skal á það bent, að ákvörðun um fjárhæð afsláttar er oft ann- mörkum bundin í fasteignakaupum. Við ákvörðun afsláttar þarf að staðreyna verð hlutar með og án galla í samanburði við umsamið kaupverð. Þetta er tiltölulega auðvelt, þegar um kaup og sölu algengra verslunarvara með fast markaðsverð er að ræða, en er hins vegar erfiðara í fasteignakaupum. Fasteign er verðmæti, sem sett er saman úr mörgum, ólíkum og flóknum þáttum, sem áhrif hafa á kaupverðið. Af framangreindu leiðir, að oft verður að líta á viðgerðarkostnað og ákvarða afslátt úr frá honum. Þetta getur hins vegar í vissum tilvikum leitt til þess, að kaupandi fái bætur, sem svara til þeirra hagsmuna, sem hann hefur af réttum efndum samnings. Afslátturinn er þá í raun ákvarðaður á efndabótagrundvelli, og þarf þá e.t.v. ekki að koma á óvart, þótt dómstólar leiti eftir eiginlegum ábyrgðargrundvelli, t.d. sök. Því er það svo, að dómsúrlausnir, þar sem dæmdur er afsláttur í fasteignakaupum, eru oft eins konar sambland af beitingu afsláttar og skaðabótaheimilda. Þó verður að hafa í huga, að ýmsir liðir verða ekki bættir með afslætti, t.d. afnotamissir.63 60 Anders Vinding Kruse: Ejendomsk0b, bls. 126 og Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 134. 61 Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, bls. 126-127 og Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 134. 62 Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, bls. 127. Eins og þar kemur fram, hefur það málamiðlunarsjónarmið verið nefnt, að kaupandi eigi einvörðungu að eiga rétt til afsláttar, þegar seljandi neitar að láta kaup ganga til baka. H 1990 506 (Breiðabakki) bendir til, að það sjónarmið eigi ekki við í íslenskum rétti. 63 Sjá um þessi sjónarmið nánar Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, bls. 128-131. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.