Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 59
í héraðsdómi segir, að í því réttarhaldi, sem sáttin var gerð í, hafi stefnendur
ekki mætt sjálfir, og því hafi lögmaður þeirra farið með málflutningsumboð
samkvæmt 4. gr. MFL. Síðan segir: „I málflutningsumboði felst ekki heimild
til að gera sátt, sem er andstæð vilja umbjóðandans og hann hefur ekki gefið
umboð til að gerð verði, sbr. hrd. [1984], bls. 148“. Þá segir, að ekki verði fallist
á þann skilning stefndu, að heimilt hafi verið að leiða landskiptadeiluna til lykta
með aðferð, sem styddist við 46. gr. laga nr. 85/1936. Það ráðist af réttarreglum
um sameignina, hvaða gildi sátta-gerðin hafi gagnvart þeim sameigendum, sem
ekki tóku þátt í henni. Ekki verði 46. gr. umræddra laga túlkuð á þann veg, að
með dómi verði vikið frá þeim réttarreglum. Þá þótti einnig leiða af ákvæðum
landskiptalaga, nr. 46/1941, að allir sameigendur yrðu að standa að sam-
komulagi um landskipti.
I dómi Hæstaréttar segir, að ekki verði á það fallist, að þeir sameigendur, sem
undirrituðu dómsáttina, hafi haft heimild samkvæmt 46. gr. laga nr. 85/1936, til
að ráðstafa sakarefni því, sem til meðferðar var, svo að bindandi væri fyrir þá
sameigendur, sem ekki rituðu undir sáttina. Þá segir, að ekki verði heldur fallist
á það, að samkvæmt 4. gr. MFL hafi falist í málflutningsumboði lögmanns
sameigenda heimild til að leiða málið til lykta með dómsátt. Með þessu var
héraðsdómur um ógildingu dómsáttarinnar staðfestur.
Fram að því, að ofangreindir dómar Hæstaréttar gengu, virðist hafa ríkt
nokkur óvissa í íslenskum rétti um umboð málflutningsumboðsmanns í þessum
efnum. Töldu sumir að „væntanlega“ væri slík heimild ekki fyrir hendi,43 en
aðrir töldu það leyfilegt, ef allar kröfur umbjóðanda væru teknar til greina.44
I KU 1877 kemur fram, að málflutningsumboð felur ekki í sér heimild til
handa málflutningsumboðsmanni að gera dómsátt fyrir hönd skjólstæðings
síns. Með vísun til þess hefur almennt verið talið í dönskum rétti, að
málflutningsumboðsmaður hafi ekki þessa heimild.45
UfR. 1948 614
Undanfari máls þessa var sá, að J höfðaði mál á hendur K til heimtu skaðabóta.
Undir rekstri málsins gerðu lögmenn aðilja dómsátt þess efnis, að
skaðabótaskylda K var viðurkennd, en dómara í málinu falið að skera úr um
fjárhæð skaðabóta auk málskostnaðar. Er vanefndir urðu á greiðslu samkvæmt
sáttinni, krafðist J fjámáms til fullnustu hennar. Við fjárnámsgerðina mætti K.
Er hún óskaði upplýsinga um það við hvaða heimild krafan studdist, tjáði fógeti
henni, að dómur hefði fallið henni í óhag. Framburður vitna var á sömu lund,
þ.e. að fógeti hefði sagt K við ljámámsgerðina, að hún hefði verið dæmd til
greiðslu þeirrar kröfu sem fjárnámsbeiðnin laut að. Ekki varð þó af fjárnáminu,
því að K greiddi kröfuna auk alls kostnaðar við gerðina. í máli því, sem hér er
43 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111.
44 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II.. bls. 45.
45 Til dæmis Gomard: Civilprocessen, bls. 245, Hurwitz: Tvistemál, bls. 106, Munch-
Pedersen: Den danske Retspleje, bls. 70 og Cohen: Procesfuldmagt. bls. 105.
209