Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 55
ekki að neyta dómsins til heimtu hennar, yrði ekki séð, að J hafi haft tilefni til áfrýjunar málsins. Var málinu því ex officio vísað frá Hæstarétti. I sératkvæði eins dómara var talið, að á grundvelli hinnar framlögðu yfirlýsingar ætti að verða við aðalkröfu J og ómerkja héraðsdóm og vísa málinu frá héraðsdómi. í málinu virðist meiri hluti Hæstaréttar gera ríkar kröfur til sönnunar um, að lögmaðurinn hafi ekki haft heimild til höfðunar málsins. Fyrir lá skrifleg yfirlýsing aðilans um, að lögmaður hans hafi ekki haft slíka heimild, en það þótti ekki nóg. Af dóminum virðist mega ráða, að fyrirfram sé gert ráð fyrir því, að málflutningsumboðsmaður geti höfðað dómsmál vegna hagsmuna umbjóð- anda síns, og að sýna þurfi fram á það með óyggjandi hætti, ef sú takmörkun hefur verið gerð, að honum hafi verið það óheimilt. I upphafi málshöfðunar hefur verulega þýðingu fyrir hagsmuni málsaðila, að réttur grunnur sé lagður að máli með mótun kröfugerðar og röksemda fyrir henni. Oft getur vafi verið á ferð til dæmis um það, hvort krefjast eigi afsláttar eða skaðabóta í gallamáli, eða hvort svara eigi greiðsludrætti með kröfu um greiðslu eða riftun. Þá kann vafinn einnig að snúa að því, hvort yfirleitt sé áhættunnar virði að höfða málið, eða hvort vænlegra sé til árangurs að leita leiða til að sætta mál. Hér má hafa í huga 1. mgr. 10. gr. siðareglna Lögmanna- félags íslands, en þar kemur fram, að lögmaður skuli ætíð gefa skjólstæðingi sínum hlutlaust álit á málum hans, gera honum grein fyrir áætluðum verk- kostnaði og öðrum málskostnaði eftir föngum, og vekja athygli hans á því, ef ætla má, að kostnaður verði hár að tiltölu miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru. Gengið hefur verið út frá því, að málflutningsumboðsmaður hafi almennt heimild til að taka sjálfur ákvörðun um kröfugerð í máli. Sama gildir um ákvarðanir um atriði, sem varða röksemdafærslu fyrir kröfum í skriflegum málsgögnum og við munnlegan flutning, þar á meðal að mótmæla röksemd eða staðhæfingu gagnaðila eða beinlínis að samþykkja hana.36 Það leiðir af form- reglum réttarfars, að við það mat verður umbjóðandi lögmannsins að sitja. 3.2.3.2 Gagnaöflun Talið er, að málflytjandi hafi heimild til að taka afstöðu til atriða, sem varða sönnunargögn í máli, og þá jöfnum höndum varðandi ákvörðun um að afla gagna, ákvörðun um framkvæmd gagnaöflunar og að taka afstöðu til gagna- öflunar gagnaðilans. í hlut málflytjanda komi að ákveða slík atriði varðandi öflun skriflegra gagna og einnig munnlegs framburðar, svo sem hvort leiða á vitni, mótmæla framburði þess eða krefjast staðfestingar á framburði.37 Heimild þessi er þó ekki takmarkalaus. Þannig felst til dæmis ekki í málflutn-ings- umboði heimild til að leysa vitni undan þagnarskyldu, sbr. eftirfarandi dóm. 36 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 37 Einar Amórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 109 og Markús Sigurbjörns- son: Einkamálaréttarfar, bls. 125-126. 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.