Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 55
ekki að neyta dómsins til heimtu hennar, yrði ekki séð, að J hafi haft tilefni til
áfrýjunar málsins. Var málinu því ex officio vísað frá Hæstarétti. I sératkvæði
eins dómara var talið, að á grundvelli hinnar framlögðu yfirlýsingar ætti að
verða við aðalkröfu J og ómerkja héraðsdóm og vísa málinu frá héraðsdómi.
í málinu virðist meiri hluti Hæstaréttar gera ríkar kröfur til sönnunar um, að
lögmaðurinn hafi ekki haft heimild til höfðunar málsins. Fyrir lá skrifleg
yfirlýsing aðilans um, að lögmaður hans hafi ekki haft slíka heimild, en það
þótti ekki nóg. Af dóminum virðist mega ráða, að fyrirfram sé gert ráð fyrir því,
að málflutningsumboðsmaður geti höfðað dómsmál vegna hagsmuna umbjóð-
anda síns, og að sýna þurfi fram á það með óyggjandi hætti, ef sú takmörkun
hefur verið gerð, að honum hafi verið það óheimilt.
I upphafi málshöfðunar hefur verulega þýðingu fyrir hagsmuni málsaðila, að
réttur grunnur sé lagður að máli með mótun kröfugerðar og röksemda fyrir
henni. Oft getur vafi verið á ferð til dæmis um það, hvort krefjast eigi afsláttar
eða skaðabóta í gallamáli, eða hvort svara eigi greiðsludrætti með kröfu um
greiðslu eða riftun. Þá kann vafinn einnig að snúa að því, hvort yfirleitt sé
áhættunnar virði að höfða málið, eða hvort vænlegra sé til árangurs að leita
leiða til að sætta mál. Hér má hafa í huga 1. mgr. 10. gr. siðareglna Lögmanna-
félags íslands, en þar kemur fram, að lögmaður skuli ætíð gefa skjólstæðingi
sínum hlutlaust álit á málum hans, gera honum grein fyrir áætluðum verk-
kostnaði og öðrum málskostnaði eftir föngum, og vekja athygli hans á því, ef
ætla má, að kostnaður verði hár að tiltölu miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru.
Gengið hefur verið út frá því, að málflutningsumboðsmaður hafi almennt
heimild til að taka sjálfur ákvörðun um kröfugerð í máli. Sama gildir um
ákvarðanir um atriði, sem varða röksemdafærslu fyrir kröfum í skriflegum
málsgögnum og við munnlegan flutning, þar á meðal að mótmæla röksemd eða
staðhæfingu gagnaðila eða beinlínis að samþykkja hana.36 Það leiðir af form-
reglum réttarfars, að við það mat verður umbjóðandi lögmannsins að sitja.
3.2.3.2 Gagnaöflun
Talið er, að málflytjandi hafi heimild til að taka afstöðu til atriða, sem varða
sönnunargögn í máli, og þá jöfnum höndum varðandi ákvörðun um að afla
gagna, ákvörðun um framkvæmd gagnaöflunar og að taka afstöðu til gagna-
öflunar gagnaðilans. í hlut málflytjanda komi að ákveða slík atriði varðandi
öflun skriflegra gagna og einnig munnlegs framburðar, svo sem hvort leiða á
vitni, mótmæla framburði þess eða krefjast staðfestingar á framburði.37 Heimild
þessi er þó ekki takmarkalaus. Þannig felst til dæmis ekki í málflutn-ings-
umboði heimild til að leysa vitni undan þagnarskyldu, sbr. eftirfarandi dóm.
36 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125.
37 Einar Amórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 109 og Markús Sigurbjörns-
son: Einkamálaréttarfar, bls. 125-126.
205