Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 56
H 1946 599 Kærður var til Hæstaréttar úrskurður héraðsdómara, þar sem forstöðumanni Rannsóknarstofu Háskólans, N, var gert að skyldu að leggja fram, í ógildingar- máli, sem höfðað hafði verið, skýrslu, sem hann hafði samið um krufningu á líki E. Með úrskurði Hæstaréttar, upp kveðnum 28. september 1945, var lagt fyrir héraðsdómara að tilkynna þeim venslamönnum E, sem um getur í 3. mgr. 25. gr. 1. nr. 19/1940, að þess sé krafist, að krufningarskýrslan verði lögð fram í málinu, og gefa þeim kost á að andmæla því, að skýrslan verði lögð fram, ef þeim þætti ástæða til. Héraðsdómari hóf þegar tilraunir til að afla þessara yfirlýsinga. Að lokinni þeirri eftirleitan sendi hann Hæstarétti skjöl málsins. I dómi Hæstaréttar segir, að tvö börn E, sem dveljist erlendis, hafi fyrir þar til bærum stjórnvöldum lýst því yfir, að þau feli tilgreindri konu í Reykjavík að koma fram fyrir þeirra hönd í málinu, þar á meðal að gefa þá yfirlýsingu, sem ágreiningur málsins snýr að. Kona þessi hafi hins vegar hvorki komið fyrir dóminn, né tjáð sig á annan hátt um málið. Dóttir E, sem einnig dveldist erlendis, hafi lýst því yfir í sendiráði Islands þar í landi, að hún hafi sent svar sitt til hæstaréttarlögmannsins S, en svar það hafi heldur ekki verið lagt fram í málinu. Hins vegar hafi einn sonur E komið fyrir dóm í Reykjavík, en hann hafi ekki getað skýrt frá svari sínu að svo stöddu. Síðan segir í dómi Hæstaréttar: „Framangreind börn [E] eru aðiljar máls þessa. Þau hafa sum ekki gefið ákveðnar yfirlýsingar um það efni, sem hér skal úr skorið, og umboðsmaður þeirra hér fyrir dómi hefur ekki, þótt tilefni væri til, aflað yfirlýsingar konu þeirrar, sem fengið hafði umboð tveggja bamanna. Svo hefur hann og ekki lagt fram svar þeirrar dóttur [E], sem í Englandi dvelst. Þegar á þetta er litið, þá verður umboðsmaður varnaraðilja ekki talinn hafa nægilega heimild til að krefjast þess, að krufningarskýrslan verði fram lögð.“ Samkvæmt þessu var hinn áfrýjaði úrskurður felldur úr gildi. Ákveðna takmörkun kann einnig að leiða af væntanlegum kostnaði vegna gagnaöflunar. Málsaðili, sem felur lögmanni að gæta hagsmuna sinna, vegna yfirvofandi dómsmeðferðar, er jafnan kaupandi sérfræðiþjónustu, sem lög- manninum er ætlað að láta í té. Með umboðsveitingunni leggur hann í hendur lögmannsins að meta með hvaða hætti grunnur verði lagður að málarekstri og hvemig sé tryggast að styðja kröfugerð. Af því leiðir, að lögmaður hefur, innan ákveðinna marka, sjálfdæmi um það, hverra gagna verði aflað. Oft kann þó að vera vafi um, hvort tiltekinna gagna er þörf, en ákvarðanir í þeim efnum geta haft mikla þýðingu fyrir umbjóðanda, enda er verulegur kostnaður gjarna samfara slrku. Almenna reglan er talin sú, að innan málflutningsumboðs teljist heimild til að afla nauðsynlegra gagna með þeim afleiðingum, að skjólstæð- ingur lögmannsins verður ábyrgur gagnvart honum fyrir greiðslu útlagðs kostnaðar.38 Þá er einnig talið, að skjólstæðingur geti orðið ábyrgur gagnvart þriðja manni vegna skuldbindinga, sem lögmaðurinn stofnar til í skjóli umboðs- 38 Pedersen: Indledning til sagförergerningen I., bls. 218. 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.