Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 56
H 1946 599
Kærður var til Hæstaréttar úrskurður héraðsdómara, þar sem forstöðumanni
Rannsóknarstofu Háskólans, N, var gert að skyldu að leggja fram, í ógildingar-
máli, sem höfðað hafði verið, skýrslu, sem hann hafði samið um krufningu á
líki E. Með úrskurði Hæstaréttar, upp kveðnum 28. september 1945, var lagt
fyrir héraðsdómara að tilkynna þeim venslamönnum E, sem um getur í 3. mgr.
25. gr. 1. nr. 19/1940, að þess sé krafist, að krufningarskýrslan verði lögð fram
í málinu, og gefa þeim kost á að andmæla því, að skýrslan verði lögð fram, ef
þeim þætti ástæða til. Héraðsdómari hóf þegar tilraunir til að afla þessara
yfirlýsinga. Að lokinni þeirri eftirleitan sendi hann Hæstarétti skjöl málsins. I
dómi Hæstaréttar segir, að tvö börn E, sem dveljist erlendis, hafi fyrir þar til
bærum stjórnvöldum lýst því yfir, að þau feli tilgreindri konu í Reykjavík að
koma fram fyrir þeirra hönd í málinu, þar á meðal að gefa þá yfirlýsingu, sem
ágreiningur málsins snýr að. Kona þessi hafi hins vegar hvorki komið fyrir
dóminn, né tjáð sig á annan hátt um málið. Dóttir E, sem einnig dveldist
erlendis, hafi lýst því yfir í sendiráði Islands þar í landi, að hún hafi sent svar
sitt til hæstaréttarlögmannsins S, en svar það hafi heldur ekki verið lagt fram í
málinu. Hins vegar hafi einn sonur E komið fyrir dóm í Reykjavík, en hann hafi
ekki getað skýrt frá svari sínu að svo stöddu. Síðan segir í dómi Hæstaréttar:
„Framangreind börn [E] eru aðiljar máls þessa. Þau hafa sum ekki gefið
ákveðnar yfirlýsingar um það efni, sem hér skal úr skorið, og umboðsmaður
þeirra hér fyrir dómi hefur ekki, þótt tilefni væri til, aflað yfirlýsingar konu
þeirrar, sem fengið hafði umboð tveggja bamanna. Svo hefur hann og ekki lagt
fram svar þeirrar dóttur [E], sem í Englandi dvelst. Þegar á þetta er litið, þá
verður umboðsmaður varnaraðilja ekki talinn hafa nægilega heimild til að
krefjast þess, að krufningarskýrslan verði fram lögð.“ Samkvæmt þessu var
hinn áfrýjaði úrskurður felldur úr gildi.
Ákveðna takmörkun kann einnig að leiða af væntanlegum kostnaði vegna
gagnaöflunar. Málsaðili, sem felur lögmanni að gæta hagsmuna sinna, vegna
yfirvofandi dómsmeðferðar, er jafnan kaupandi sérfræðiþjónustu, sem lög-
manninum er ætlað að láta í té. Með umboðsveitingunni leggur hann í hendur
lögmannsins að meta með hvaða hætti grunnur verði lagður að málarekstri og
hvemig sé tryggast að styðja kröfugerð. Af því leiðir, að lögmaður hefur, innan
ákveðinna marka, sjálfdæmi um það, hverra gagna verði aflað. Oft kann þó að
vera vafi um, hvort tiltekinna gagna er þörf, en ákvarðanir í þeim efnum geta
haft mikla þýðingu fyrir umbjóðanda, enda er verulegur kostnaður gjarna
samfara slrku. Almenna reglan er talin sú, að innan málflutningsumboðs teljist
heimild til að afla nauðsynlegra gagna með þeim afleiðingum, að skjólstæð-
ingur lögmannsins verður ábyrgur gagnvart honum fyrir greiðslu útlagðs
kostnaðar.38 Þá er einnig talið, að skjólstæðingur geti orðið ábyrgur gagnvart
þriðja manni vegna skuldbindinga, sem lögmaðurinn stofnar til í skjóli umboðs-
38 Pedersen: Indledning til sagförergerningen I., bls. 218.
206