Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 22
notkun, og skyldi matið miðast við verð á söludegi. Matsmenn mátu verð valtara af árgerð 1974 vera 900.000 krónur, en verð á valtara af árgerð 1969 630.000 krónur á grundvelli skoðunar á valtaranum og samkvæmt almennum heimildum um söluverð notaðra tækja. Kaupandinn höfðaði mál á hendur seljanda til heimtu skaðabóta af fjárhæð 270.000 krónur. í héraði var seljandi sýknaður með þeim rökum, að valtarinn væri ekki haldinn galla. Hæstiréttur taldi, að ekki væru fyrir hendi skilyrði skaðabóta, en dæmdi afslátt. í dómi Hæstaréttar er fyrst að því vikið, að kaupandinn hafi keypt útlagningarvél og valtara í einu lagi á 2,4 milljónir, án þess að verðið væri sundurliðað á hvort tæki fyrir sig, og væri ósannað, að valtarinn hafi verið verðlagður sérstaklega, þegar kaup fór fram. Þá sagði: „Eins og að framan er rakið telst áfrýjandi (kaupandi) eiga rétt á afslætti, ... sem að álitum og með hliðsjón af matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna telst hæfilegur 175.000 krónur“. I H 1989 199 (Valtaradómur) hefði í sjálfu sér ekki verið annmörkum háð að ákvarða afslátt á grundvelli hinnar stærðfræðilegu formúlu, ef verð valtarans og útlagningarvélarinnar hefði verið sundurgreint í kaupsamningnum. Þegar afsláttur er ákvarðaður með framangreindum hætti, má í raun segja, að fjárhæðin sé fundin á grundvelli svipaðra sjónarmiða og beitt er, þegar ákvörðuð er fjárhæð skaðabóta. Á þetta t.d. við, þegar mið er tekið af viðgerðar- kostnaði og fjárhæðin lækkuð með tilliti til þeirrar verðmætisaukningar, sem verður á söluhlut við það, að nýir varahlutir eru notaðir. Dómarnir sýna, að í réttarframkvæmdinni eru ekki eins skörp skil á milli afsláttar og „venjulegra“ skaðabóta eins og í fræðunum.52 I a.m.k. tveimur lausafjárkaupadómum hefur þó verið gerð alvarleg tilraun til þess að nálgast ákvörðun afsláttarfjárhæðar út frá hinni hlutfallslegu afsláttarformúlu. Fyrri dómurinn er H 1944 121 (Vörubíll). Vörubifreið var seld fyrir 11.000 krónur. Hún reyndist bæði minni og eldri, heldur en upp hafði verið gefið í skoðunarvottorði. Reyndist bifreiðin vera frá árinu 1932 í stað ársins 1935, og hún taldist eingöngu geta borið 2000 kg. í stað 3000 kg. Dómkvaddir menn kváðu upp það álit, að 11.000 krónur fyrir 3ja smálesta bifreið frá árinu 1935 svaraði í ágúst 1942 til 7000 króna fyrir 2ja smálesta bifreið frá árinu 1932. Þætti kaupandinn því eiga rétt til afsláttar að fjárhæð 4000 krónur af kaupverði bifreiðarinnar, sbr. 42. gr. kpl. Enn frekar má þó sjá þetta í H 1988 1570 (Skurðgröfudómur). Maður keypti skurðgröfu, og eftir kaup kom í ljós, að skurðgrafan var með ónýtan gírkassa. Af hálfu kaupanda var á því byggt, að kaupverðið hefði verið jafnt verðmæti ógallaðrar gröfu. Ekki var upplýst um verðmæti gröfu með ónýtan gírkassa. Þótti ekki fært að byggja á því, að það væri söluverðið að frádregnum viðgerðarkostnaði, þar sem nýir varahlutir voru notaðir. í dóminum sagði, að nokkuð skorti á, að gögn hefðu verið lögð fram, sem vera þyrftu fyrir hendi, 52 Sjá um þetta atriði nánar Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 287: Knut Rodhe: Obligationsratt, bls. 467: Um H 1989 199 sjá nánar Sigurður T. Magnússon, bls. 57 o.áfr. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.