Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 10
svaranlegar ráðstafanir til að takmarka gallann eða skaðlegar afleiðingar hans.
Einnig er talið, að kaupandi geti, þegar um magngalla er að ræða, samhliða
afslætti (þ.e. þegar hann greiðir eingöngu fyrir hið afhenta magn) krafist
skaðabóta vegna þess tjóns, sem hann hefur beðið við að fá ekki umsamið magn
aflient, t.d. tjón vegna glataðra viðskipta.10
Sá, sem á rétt á skaðabótum, getur samhliða afslætti krafist skaðabóta fyrir
þann hluta verðrýrnunar greiðslunnar, sem afslátturinn bætir ekki, t.d. á grund-
velli útgjalda við að bæta úr alvarlegum galla. Sjá dóm í UfR 1972. 614 (H).* 11
Hér á eftir verður gerður stuttur samanburður á helstu kostum og göllum
þeirra vanefndaúrræða, sem helst koma til álita í tilefni þess, að söluhlutur er
haldinn galla.
2.2 Riftun
Riftun lýsir sér í því, að samningur er felldur niður án aðvörunar af hálfu þess,
sem lýsir yfir riftun. Yfirlýsingin er ákvöð, sem í samræmi við almennar reglur
um ákvaðir hefur réttaráhrif, þegar hún kemur til viðtakanda. Skyldan til þess
að efna in natura er felld niður, og greiðslur aðila ganga til baka. Riftun hefur
oftast áhrif ex nunc, þ.e. samningi er rift varðandi framtíðargreiðslur eingöngu.
Um riftun samnings í heild getur þó einnig verið að ræða, þ.e. ex tunc, en þá
hefur riftun ekki einvörðungu áhrif varðandi framtíðargreiðslur, heldur einnig
varðandi þær greiðslur, sem þegar hafa verið inntar af hendi.12
Meginskilyrði riftunar er, að vanefnd sé veruleg, sbr. 2. mgr. 21. gr. og 2. mgr.
43. gr. kpl. eða að seljandi hafi haft svik í frammi.13
Riftun hefur ýmsa kosti sem vanefndaúrræði. Riftunaryfirlýsingin þarf hvorki
samþykki dómstóla né annarra til þess að hafa réttaráhrif, þótt að sjálfsögðu geti
reynt á réttmæti hennar fyrir dómstólum, þ.e. hvort skilyrði voru fyrir hendi eða
ekki.14 Riftun er úrræði, sem hentar vel, þegar kaupandi vill ekki fá söluhlut
vegna galla eða annarrar vanefndar, sem á honum er. Þá getur það í vissum
tilvikum verið fjárhagslega hagkvæmara að rifta samningi, heldur en að krefjast
afsláttar, t.d. ef kaupandi hefur gert óhagstæð kaup.
Okostir riftunar lýsa sér aðallega í því óhagræði, sem því getur fylgt fyrir
samningsaðila að láta greiðslur ganga til baka, t.d. fyrir kaupanda með því að
að skila bíl eða húsi, sem hann hefur fest kaup á og fengið umráð yfir, gegn því
að fá aftur frá gagnaðila greiðslu þá, sem kaupandinn lét sjálfur af hendi.
10 Sjá nánar Henry Ussing: Kob, bls. 137; Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, 6. útg.
Kaupmannahöfn 1992, bls. 133; Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. bls. 115.
11 Sjá Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 134 og til athugunar Ólafur Lárusson:
Kaflar úr kröfurétti, bls. 115.
12 Sjá t.d. Bernhard Gonrard: Obligationsret, 1. del, 2. útg., endurskoðuð, Kaupmannahöfn
1989, bls. 32; Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 31, bls. 91-93 og bls. 151; Henry
Ussing: Obligationsretten, bls. 82.
13 Um skilyrði riftunar sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 98-111.
14 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 93.
160