Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 65
að fella mál niður.58 Jafnframt rná af dóminum leiða, að sé niðurfelling máls að ófyrirsynju, geti málflutningsumboðsmaður bakað sér bótaskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum. Til dæmis má nefna, að víxill sá, sem ekki var afsagður, hafi ekki þarfnast afsagnar, til þess að hafa mætti uppi kröfur á hendur stefnda. Einnig getur bótaskylda lögmannsins hafa stofnast áður vegna þeirra atvika, sem leiddu til þess að réttast var að fella málið niður, en ekki skal það rætt hér. Hér er gert ráð fyrir niðurfellingu máls í heild. Með sama hætti verður að ætla sé fleirum stefnt, að málflytjanda sé heimilt að falla frá kröfum á hendur einum eða fleiri stefndu, en halda máli áfram að öðru leyti á hendur hinum. Samkvæmt þessu myndi dómari ekki gæta sjálfkrafa að umboði lögmanns til niðurfellingar rnáls, eða til þess að falla frá kröfum á hendur einstökum aðiljum. I „Kommissionsudkastet af 1877“ er með sama hætti gert ráð fyrir því, að innan ramma málflutningsumboðs felist heimild til að fella mál niður. í sam- ræmi við það er talið í dönskum rétti, að niðurfelling máls felist í umboðinu.59 Sama regla gildir í norskum rétti, sbr. 2. mgr. 47. gr. norsku réttarfarslaganna, og einnig í sænskum rétti, sbr. 14. gr. XXII. kafla sænsku réttarfarslaganna. 3.2.7 Áfrýjun Almennt er talið, að málflutningsumboðsmaður, sem fengið hefur heimild til flutnings máls í fyrir héraðsdómi, hafi ekki heimild til að áfrýja dómi héraðs- dóms til Hæstaréttar.60 I dómasafni Hæstaréttar er þó ekki að sjá, að nokkru sinni hafi reynt á þetta álitaefni beinlínis, en allmargir hæstaréttardómar hafa gengið um umboðsskort málflutningsumboðsmanns, að því er varðar viðtöku áfrýjunarstefnu. Grundvöllur þessarar reglu má teljast sá, að málflutningsumboð er venjulega aðeins veitt vegna flutnings eins tiltekins máls fyrir tilteknum dómstóli.61 Um það má vísa til H 1964 34, sem áður var nefndur, en þar var ekki talið gegn mótmælum lögmannsins M, að hann hefði haft til þess umboð að koma fram í málinu fyrir hönd R, enda þótt hann hefði haft það í öðru máli, sem R rak gegn F nokkru áður. Umboð málflutningsumboðsmanns fellur niður við uppkvaðn- ingu dóms í því rnáli, sem flutt var í umboði umbjóðanda. Ef umbjóðandi óskar þess, að málflutningumboðsmaður flytji mál hans einnig fyrir Hæstarétti, þarf hann að veita honum umboð til þess sérstaklega. Þó verður að hafa í huga, að gagnvart Hæstarétti gildir sú regla, lrkt og fyrir héraðsdómi, að sæki lögmaður þing fyrir aðila, telst hann hafa til þess umboð, nema annað sé sannað, sbr. 1. mgr. 4. gr. MFL. Lögmaður, sem mætir á dómþingi og lýsir því yfir, að hann sé mættur til að þingfesta mál í umboði áfrýjanda, verður því ekki inntur eftir skriflegu umboði til áfrýjunar. Samkvæmt áðursögðu þyrftu hins vegar aðrir 59 Gomard: Civilprocessen, bls. 245. 60 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. 61 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 126. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.