Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 65
að fella mál niður.58 Jafnframt rná af dóminum leiða, að sé niðurfelling máls að ófyrirsynju, geti málflutningsumboðsmaður bakað sér bótaskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum. Til dæmis má nefna, að víxill sá, sem ekki var afsagður, hafi ekki þarfnast afsagnar, til þess að hafa mætti uppi kröfur á hendur stefnda. Einnig getur bótaskylda lögmannsins hafa stofnast áður vegna þeirra atvika, sem leiddu til þess að réttast var að fella málið niður, en ekki skal það rætt hér. Hér er gert ráð fyrir niðurfellingu máls í heild. Með sama hætti verður að ætla sé fleirum stefnt, að málflytjanda sé heimilt að falla frá kröfum á hendur einum eða fleiri stefndu, en halda máli áfram að öðru leyti á hendur hinum. Samkvæmt þessu myndi dómari ekki gæta sjálfkrafa að umboði lögmanns til niðurfellingar rnáls, eða til þess að falla frá kröfum á hendur einstökum aðiljum. I „Kommissionsudkastet af 1877“ er með sama hætti gert ráð fyrir því, að innan ramma málflutningsumboðs felist heimild til að fella mál niður. í sam- ræmi við það er talið í dönskum rétti, að niðurfelling máls felist í umboðinu.59 Sama regla gildir í norskum rétti, sbr. 2. mgr. 47. gr. norsku réttarfarslaganna, og einnig í sænskum rétti, sbr. 14. gr. XXII. kafla sænsku réttarfarslaganna. 3.2.7 Áfrýjun Almennt er talið, að málflutningsumboðsmaður, sem fengið hefur heimild til flutnings máls í fyrir héraðsdómi, hafi ekki heimild til að áfrýja dómi héraðs- dóms til Hæstaréttar.60 I dómasafni Hæstaréttar er þó ekki að sjá, að nokkru sinni hafi reynt á þetta álitaefni beinlínis, en allmargir hæstaréttardómar hafa gengið um umboðsskort málflutningsumboðsmanns, að því er varðar viðtöku áfrýjunarstefnu. Grundvöllur þessarar reglu má teljast sá, að málflutningsumboð er venjulega aðeins veitt vegna flutnings eins tiltekins máls fyrir tilteknum dómstóli.61 Um það má vísa til H 1964 34, sem áður var nefndur, en þar var ekki talið gegn mótmælum lögmannsins M, að hann hefði haft til þess umboð að koma fram í málinu fyrir hönd R, enda þótt hann hefði haft það í öðru máli, sem R rak gegn F nokkru áður. Umboð málflutningsumboðsmanns fellur niður við uppkvaðn- ingu dóms í því rnáli, sem flutt var í umboði umbjóðanda. Ef umbjóðandi óskar þess, að málflutningumboðsmaður flytji mál hans einnig fyrir Hæstarétti, þarf hann að veita honum umboð til þess sérstaklega. Þó verður að hafa í huga, að gagnvart Hæstarétti gildir sú regla, lrkt og fyrir héraðsdómi, að sæki lögmaður þing fyrir aðila, telst hann hafa til þess umboð, nema annað sé sannað, sbr. 1. mgr. 4. gr. MFL. Lögmaður, sem mætir á dómþingi og lýsir því yfir, að hann sé mættur til að þingfesta mál í umboði áfrýjanda, verður því ekki inntur eftir skriflegu umboði til áfrýjunar. Samkvæmt áðursögðu þyrftu hins vegar aðrir 59 Gomard: Civilprocessen, bls. 245. 60 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. 61 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 126. 215

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.