Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 67

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 67
á milli áfrýjunar og kæru, að því er umfang umboðsins varðar, virðast felast í því, að kæra á sér stað undir rekstri máls fyrir héraðsdómi. Hún fellur því innan þess, sem talið er venjulegt til flutnings máls fyrir héraðsdómi, sbr. 2. mgr. 4. gr. MFL. Málflutningsumboðsmanni er þannig heimilt, án þess að ráðfæra sig við umbjóðanda sinn, að afhenda héraðsdómara kæru samkvæmt 144. gr. EML. Þá hlýtur umboðið einnig að ná til þess að taka ákvörðun um kröfugerð, rök- stuðning fyrir kæru og eftir atvikum til öflunar sönnunargagna samkvæmt 2. mgr. 145. gr. EML og einnig til þess að flytja kærumál fyrir Hæstarétti, ef því er að skipta. Telja verður, að málflutningsumboðsmaður gagnaðila hafi með sama hætti heimild til að skila greinargerð með viðeigandi kröfum og málsástæðum samkvæmt 148. gr. EML. Af ofangreindu leiðir, að umbjóðandi verður bundinn við niðurstöðu í kærumáli, líkt og hann hefði kært sjálfur, og einnig við greiðslu kærumálskostnaðar. Þó má hugsa sér, að málflutnings- umboðsmaður geti orðið bótaskyldur gagnvart umbjóðanda sínum, ef kæra hefur bersýnilega verið þarflaus. 3.2.9 Réttur málflutningsumboðsmanns til að taka við tildæmdri greiðslu eða til að krefjast greiðslu samkvæmt dómi Almennt virðist gengið út frá því, að það falli utan umboðsreglu 2. mgr. 4. gr. MFL að taka við greiðslu dæmdrar fjárhæðar.66 Regla þessi byggir meðal annars á því, sem áður er nefnt, að umboð málflutningsumboðsmanns nær aðeins til flutnings tiltekins máls og reksturs þess fyrir tilteknum dómstóli. Umboðið fellur því niður um leið og meðferð málsins lýkur við dóms- uppsögu.67 Héraðsdómur Reykjavíkur í málinu nr. E-3806/1995 Málavextir voru þeir, að með dómi Hæstaréttar hafði þrotabú F verið dæmt til greiðslu skaðabóta auk málskostnaðar vegna örorkutjóns A. Tryggingarfélagið S greiddi út bætur samkvæmt dóminum til hæstaréttarlögmannsins G með ávísun, sem stfluð var á lögmanninn. Lögmaðurinn skilaði hins vegar aðeins hluta bótanna til A og varð síðan gjaldþrota nokkru síðar, án þess að A fengi nokkuð greitt úr þrotabúinu. Hann höfðaði því mál það, sem hér greinir, gegn S til heimtu eftirstöðva bótanna. A byggði kröfur sínar á því, að lögmaðurinn G hefði ekki haft umboð til þess að innheimta, taka við eða kvitta fyrir greiðslu skaðabótanna fyrir sína hönd. Þannig snerist ágreiningur málsins um það, hvort í málflutningsumboði G hafi falist umboð til að taka við tildæmdum bótum A samkvæmt dómi Hæstaréttar. I héraðsdóminum segir: „Samkvæmt 4. gr. laga nr. 61/1942 skal héraðsdómslögmaður, hæstaréttarlögmaður eða fulltrúi þeirra talinn hafa umboð, er hann sækir dómþing fyrir aðila, nema annað sé sannað. í grein þessari er umboð lögmanna takmarkað við flutning máls fyrir dómi. 66 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. 67 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126. 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.