Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 21
Ef hlutur hefur verið seldur undir sannvirði, er hagstæðara að krefjast skaðabóta í stað afsláttar.51 Ef notaðar eru sömu tölur og í dæminu hér að ofan að öðru leyti en því, að umsamið kaupverð er kr. 800 í stað kr. 1.200, lítur þetta þannig út í formúlunni: X . 900 800 ' 1.000 Hér er X, þ.e. afsláttarverðið, kr. 720, þ.e. 800 - 80 (1/10 af kr. 800) = 720. Skaðabætur yrðu eftir sem áður kr. 100, þ.e. ef þær eru reiknaðar út frá verðmætisrýrnuninni einni. Yfirleitt má hins vegar ganga út frá því, sem áður er að vikið, að hlutir séu seldir á sannvirði, nema annað sannist, og skiptir þá ekki máli, hvort krafist er afsláttar eða skaðabóta. Hin fjárhagslega niðurstaða verður sú sama. 5.2 Aðferðir dómstóla við að ákvarða fjárhæð afsláttar í lausafjárkaupum I þeim íslensku dómum, þar sem afsláttur hefur verið dæmdur, hefur stundum skort á, að fyrir hendi væru nægar upplýsingar svo hægt væri að notast við hina stærðfræðilegu formúlu. Afsláttur hefur eigi að síður verið dæmdur og þá að álitum. I H 1955 665 (Skrúfudómur) voru keyptar hingað til lands skrúfur, sem voru afgangsvörur frá herliði, sem dvalið hafði á Ítalíu. Umsamið kaupverð var 107.882 krónur. Kaupandinn taldi vöruna gallaða og kvartaði tímanlega vegna gallans. I máli kaupanda á hendur seljanda gerði kaupandi aðallega kröfu um riftun, en krafðist til vara afsláttar. Dómkvaddir matsmenn töldu í matsgerð, að matsverð varanna miðað við útlit væri 67,6% af verðmæti ógallaðrar vöru, en miðað við söluhæfi væri verð þeirra 58,6% af kaupverði. Riftunarkröfu var hafnað. Hins vegar þótti á það mega fallast með kaupanda, að vörurnar hefðu verið nokkru lélegri vara og verr seljanleg en stefnandi mátti búast við, þegar litið var til þeirra upplýsinga, sem kaupanda höfðu verið gefnar um vöruna og verð hennar. Þætti stefnandi því eiga rétt á nokkrum afslætti af verði þeirra af þessum sökum, enda yrði að telja sannað, að kvartað hefði verið nægilega fljótt yfir göllunum. Þá sagði, að þegar litið væri til atvika málsins, þætti afsláttur hæfilega ákveðinn 10.000 krónur. í H 1989 199 (Valtaradómur) hafði kaupandi á árinu 1984 keypt tvær þungavinnuvélar af seljanda, og var kaupverð beggja vélanna ósundurliðað 2.400.000 krónur. Önnur vélin (valtari) var í kaupsamningi sögð af árgerð 1974, en valtarann hafði seljandinn keypt notaðan í Svíþjóð árið 1982. Þegar kaupandi hugðist panta varahluti í valtarann, kom í ljós, að hann var af árgerð 1969. Kaupandi fékk dómkvadda matsmenn til að meta áætlaðan verðmun á valtara af þessari tegund af árgerð 1969 og árgerð 1974 miðað við eðlilega 51 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 115. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.