Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 69
umsögn stjómar Lögmannafélags íslands, þar sem fram kom, að ekki væri kunnugt um, að lögmenn hafi verið krafðir um skriflegt umboð við uppgjör tjónsbóta hjá tryggingarfélögum, og að óæskilegt væri að áliti stjórnarinnar, að litið yrði svo á, að ekki væri hægt að gera kröfur upp við lögmenn, án þess að framvísað væri skriflegu umboði, enda taldi stjómin og, að lögmaður hefði stöðuumboð til slíks uppgjörs utan réttar, sbr. 4. gr. MFL. Héraðsdómari vísaði í niðurstöðu sinni til þess, að samkvæmt síðastnefndu ákvæði hafi lögmaður stöðuumboð til aðgerða í þágu umbjóðanda síns fyrir rétti, en umboðið sé takmarkað við þann vettvang. Var ekki fallist á, að stöðuumboð samkvæmt þessu ákvæði næði til utanréttaraðgerða. Vegna þess, og þar sem ekki var talið að 2. mgr. 10. gr. SML tæki til þessa tilviks, var R talinn óbundinn af aðgerðum J. Var S dæmdur til greiðslu bóta, að teknu tilliti til eigin sakar R á tjóninu, og staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu í dómi sínum. Með sama hætti er við það miðað, að málflutningumboð taki ekki til þess að krefjast greiðslu á dæmdri fjárhæð, og ekki til þess að krefjast aðfarar til að fullnægja skyldu samkvæmt dóminum.70 Slíkt umboð verður umbjóðandi að veita sérstaklega, en eftir atvikum fer til hvaða aðgerða það nær. Sama virðist einnig gilda í dönskum rétti, en í því efni er höfð hliðsjón af KU 1877, þar sem tillaga um slíka reglu var gerð.71 UfR. 1913 271 Forsaga málsins var sú, að B höfðaði mál á hendur C til greiðslu skuldar. B hafði falið lögmanninum A að koma fram fyrir sína hönd, en lögmaðurinn fól hins vegar lögmanninum G að mæta fyrir dómi af sinni hálfu. G sótti því þing fyrir hönd B og var C dæmd til greiðslu umkrafinnar skuldar. C greiddi hina dæmdu fjáræð til G, sem kvittaði fyrir móttöku greiðslunnar. G skilaði síðar greiðslunni til A að frádreginni þóknun sinni. Lögmaðurinn A stóð hins vegar ekki skil á greiðslunni til umbjóðanda síns. B höfðaði þá aftur mál á hendur C og var hún enn dæmd til greiðslu skuldarinnar. Því næst krafðist B fjárnáms til fullnustu dóminum, en C mótmælti því að fjámámið færi fram, þar sem hún hefði þegar greitt skuldina. Dæmt var að C hefði ekki mátt líta svo á, að í málflutningsumboði G hafi falist heimild til að veita greiðslu samkvæmt dóminum viðtöku og var því talið að mótmæli C stæðu því ekki í vegi, að fjárnámið færi fram. Því má bæta við, að með dómi í UfR. 1916 3 var G gert að greiða C skaðabætur vegna þess tjóns sem hún hafði orðið fyrir við að hafa þurft að tvígreiða kröfu B. í norskum og sænskum réttarfarslögum er hins vegar tiltekið sérstaklega, að það falli innan almenns málflutningsumboðs að krefjast fullnustu samkvæmt 70 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111 og Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45. 71 Til dæmis Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II., bls. 69 og Hurwitz: Tvistemál, bls. 106. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.