Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 15
getur það verið ýmsum annmörkum háð að finna reiknigrundvöllinn, þ.e. að staðreyna sannvirði hlutar með galla og án galla. 3. MEGINSKILYRÐI HEIMILDAR TIL AÐ KREFJA UM AFSLÁTT 3.1 Vanefnd rýri verðmæti gagngreiðslu í ákveðnum hlutföllum Forsenda þess, að afsláttarheimildinni verði beitt og afsláttur reiknaður út, er sú, að ákveðnum „tæknilegum“ skilyrðum sé fullnægt. Á þetta a.m.k. við, ef út frá því er gengið, að afsláttur byggi á nákvæmum útreikningi.32 Skilyrði þessi lúta bæði að eigin greiðslu og greiðslu gagnaðila. Um rétt til afsláttar í ofangreindum skilningi getur því aðeins verið að ræða, að fyrir liggi vanefnd, sem rýrir verðmæti gagngreiðslunnar. í samræmi við almennar reglur hefur sá, sem t.d. heldur því fram, að hlutur sé gallaður og krefst afsláttar, sönnunarbyrði fyrir því, að galli hafi verið til staðar á því tíma- marki, sem máli skiptir.33 Sjá um það efni H 1994 143 (Honda Prelude), þar sem segir m.a.: „Eins og mál þetta er úr garði gert, verður stefndi að bera halla af skorti á sönnun um það, að ástand sjálfskiptingar bifreiðarinnar hafi verið slíkt, sem hann heldur fram, þegar hann keypti hana. Ber því að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum stefnda“. Sjá einnig til athugunar H 1994 2255 (Fannafold), þar sem segir m.a: „Að þessu athuguðu ... verður ekki talið, að þáttur stefnda í smíði þaksins hafi þurft að leiða til tjóns, heldur megi rekja það til framkvæmda áfrýjenda sjálfra við framhald verksins. Ber því einnig að hafna kröfum áfrýjenda að þessu leyti“. Vanefnd þarf að rýra verðmæti gagngreiðslunnar með þeim hætti, að verð- i-ýmunin verði reiknuð út í ákveðnum hlutföllum. Þessu skilyrði er fullnægt, þegar um galla og vanheimild að hluta er að ræða, en síður varðandi greiðslu- drátt. Þá þarf því skilyrði að vera fullnægt, að unnt sé að meta greiðsluna (gagngjaldið) og fá mismunandi niðurstöðu um hana, annars vegar með galla og hins vegar eins og hún myndi vera án galla.34 Sjá til athugunar H 1988 1570 (Skurðgröfudómur) og kafla 5.2 hér á eftir. 3.2 Skilyrði varðandi eigin greiðslu Eigin greiðsla samningsaðila verður að vera þannig, að henni verði skipt í réttu hlutfalli við verðrýrnun gagngreiðslunnar. Það þarf m.ö.o. að vera unnt að lækka eigin greiðslu. Þessu skilyrði er augljóslega fullnægt varðandi peninga- 31 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 132-133 og Obligationsret, 1. del, bls. 172. 32 Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del. bls. 131. 33 Um sönnunarbyrði í þessum efnum sjá t.d. Bemhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 143. 34 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 131. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.