Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 44
Ástæða þess, að hér er tekið til umfjöllunar frumvarp til danskra réttarfarslaga frá 1877 er sú, að í 6. kafla frumvarpsins eru ítarleg ákvæði um efni og umfang málflutningsumboðs í einstaka atriðum. Reglur þessar komu hins vegar ekki fram í frumvarpinu frá 1899 og er ekki að finna í lögunum nr. 90 frá 1916, þar sem ekki þótti vera þörf á þeim reglum.12 Hins vegar er talið í dönskum rétti, að reglur KU 1877 hafi mikla þýðingu við túlkun á efni og umfangi heimilda málflutningsumboðsmanns. Auk þess þykja þær samræmast vel almennum viðhorfum manna um hversu víðtækt umboð lögmanns eigi að vera.13 Af þeim sökum þykir rétt að gera hér í stuttu máli grein fyrir meginefni frumvaipsins, að því er varðar umfang málflutningsumboðs, en í því sambandi koma aðallega þrjár greinar þess til skoðunar. í 62. gr. segir, að umboð til að flytja mál fyrir dómi veiti umboðsmanninum rétt til þess að framkvæma allar þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til reksturs málsins, þar með talið að andmæla kröfum gagnaðila. Þannig feli umboðið í sér heimild til að viðurkenna kröfur gagnaðila, veita eftirgjöf eða ívilnanir, færa fram mótmæli og leggja fram sönnunargögn, krefjast fresta, fella mál niður, láta ógert að sækja þing í því eða tjá sig þar. í upphafi 63. gr. er tiltekið, að í málflutningsumboði felist ekki rýmri heimildir en áður er sagt. Þannig felist ekki í umboðinu heimild til að áfrýja máli. Hins vegar sé málflutningsumboðsmanni heimilt að krefjast endur- upptöku málsins fyrir sama dómstóli. Þá felist ekki í umboðinu heimild til að gera aðför samkvæmt dóminum, krefjast greiðslu á dæmdri fjárhæð eða til að krefjast kyrrsetningar, lögbanns eða annaixa tryggingaráðstafana. Því síður felist í umboðinu heimild til að sætta málið eða leggja það í gerð. Ekki virðist gerður greinarmunur á heimildum umboðsmanns til þess að ráðstafa hags- munum umbjóðanda síns fyrir dómi, eftir því hvort umboðsmaðurinn er lögmaður eða annars konar málflutningsumboðsmaður. I 64. gr. er fjallað um umboð málflutningsumboðsmanns í öðru tilliti en við rekstur dómsmáls. Segir þar, að það ráðist af atvikum og eðli máls, hversu langt umboðið nær. Umboð til að krefjast aðfarar feli þannig í sér nauðsynlegar heimildir til að veita viðtöku fjárnámsandlaginu, gera ráðstafanir um meðferð þess og geymslu, krefjast nauðungarsölu, samþykkja uppboðsskilmála, veita viðtöku uppboðsandvirði fyrir hönd aðilans og einnig til að taka við greiðslu, sem innt er af hendi við fjárnámsgerð. Þá segir, að umboð til að gæta hagsmuna aðila við skipti feli í sér heimild til að gefa yfirlýsingar, sem nauðsynlegar eru, jafnvel þótt þær feli í sér eftirgjöf réttinda, svo sem að greiða atkvæði um nauðasamningsfrumvarp eða samþykkja sölu eignar á frjálsum markaði. Umboð til að mæta við kyrrsetningu feli í sér heimild til að framkvæma allar 12 Hurwitz og Gomard: Tvistemál, bls. 106. 13 Um þetta má meðal annars vísa til Gomard: Civilprocessen, bls. 244, Pedersen: Indledning til sagfprergerningen I., bls. 87, Hurwitz og Gornard: Tvistemál, bls. 106, von Eyben: Processfuldmagt, bls. 77 og Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II., bls. 69. 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.