Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 8
Um sambærilegan rétt kaupanda er og að ræða, þegar kaupandi riftir kaupum að hluta vegna þess, að hann fær ekki í hendur tiltekinn hluta heildar- greiðslunnar. Er þá skilyrði, að þann hluta, sem ekki var afhentur, sé, hvað magn varðar, unnt að greina frá heildargreiðslunni. Um það má deila, hvort rétt sé að kalla heimild af þessu tagi afsláttarheimild. Að öðru leyti á kaupandi ekki rétt til þess að krefjast afsláttar af því tilefni, að greiðsla er ekki innt af hendi.4 Stafar það af því, að oftast er erfitt, þegar um greiðsludrátt er að ræða, að meta verðrýrnun gagngjaldsins í ákveðnum hlutföllum. Rétturinn til þess að krefjast afsláttar er viðurkenndur í ýmsum öðrum samningssamböndum og vegna annarra vanefnda en þeirra, sem að framan greinir. Sjá nánar kafla 4. Er þá að sjálfsögðu skilyrði, að unnt sé að reikna afsláttinn út með líkum hætti og vegna galla í kaupum. Samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 36/1994, um húsaleigu, á leigjandi kröfu til hlutfallslegrar lækkunar á leigu, meðan ekki hefur verið bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði. I 2. mgr. 16. gr. laga nr. 20/1954, um vátryggingarsamninga, er sérregla, sem mælir fyrir um rétt vátryggingarfélags til iðgjalds, þegar samningur fellur úr gildi af öðrum ástæðum en þeim, sem um ræðir í 1. mgr. 16. gr. A félagið þá rétt á þeim hluta iðgjaldsins, er samsvarar tímanum fram til þess, að samningurinn féll úr gildi. Einnig er viðurkennt, að í ólögfestum tilvikum getur verið um að ræða heimild til þess að krefjast afsláttar, t.d. í verk-og vinnusamningum.5 Þó verður að hafa í huga, að tæpast verður talið, að fyrir hendi sé almenn regla, sem veiti rétt til afsláttar í öllum vanefndatilvikum. Jafnvel í kaupum er ekki alltaf fyrir hendi réttur til að krefjast afsláttar. Beita verður ákveðinni varfæmi, þegar þeim tilvikum sleppir, þar sem afsláttarúrræðið styðst við skýra heimild. I hinum almenna hluta kröfuréttarins verður ekki gengið lengra en segja, að afsláttur sé vanefndaúrræði, sem beitt verður í vissum tilvikum, en ekki öllum. Um tilvist afsláttarheimildar og um hin nánari skilyrði fyrir beitingu afsláttar verður því að vísa til umtjöllunar um hinar einstöku samningstegundir.6 Mismunandi viðhorf hafa komið fram um það, hvert sé eðli afsláttar- heimildarinnar. Sumir, og þá einkum eldri höfundar, hafa skilgreint afslátt sem riftun samnings að hluta. Byggir sú skilgreining á aðgreiningu riftunar í riftun samnings að fullu og riftun samnings að hluta. Við riftun samnings að fullu sé það skilyrði, að vanefnd sé veruleg. Greiðslur gangi til baka og niðurstaðan verði hin sama og hefði samningur aldrei verið gerður. Sé vanefnd ekki veruleg, verði samningi ekki rift í heild sinni, en slík minni háttar vanefnd geti veitt heimild til að rifta samning að nokkrum hluta. Eigi þetta sér einkum stað, þegar 4 Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 104; Mads Bryde Andersen: Praktisk Aftaleret, bls. 284. 5 Sjá nánar Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 129-130 og Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 104-105. Sjá einnig Páll Sigurðsson: Verksamningar, meginreglur íslensks verktakaréttar. Reykjavík 1991, bls. 141 og 179. 6 Sjá nánar Carl Jacob Arnholm: Almindelig obligasjonsrett. bls. 290. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.